Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 94
Morþörungur (Anabaena flos aquae), sem veldur „leirlosi“ í Mývatni.
Frumurnar raða sér í keðjur, sem hafa gormlaga vindinga. Um þúsund
sinnum stcekkað.
í silungsveiðinni, ef mikið kveður að því. Líklegt er að mor-
þörungur þessi auki verulega köfnunarefnismagnið í vatn-
inu, með starfsemi sinni, en það er reyndar nokkuð hátt
fyrir, í lindarvatninu, sem í Mývatn fellur. Er því engin
furða þótt vatnið í Mývatni og Laxá sé frjósamt, svo sem
alþekkt er.
Þörungurinn Tolypothrix myndar oft allstórar slím-
kenndar kúlur, brúnar að lit, sem fljóta á yfirborði tjarna
og vatna, en Calothrix er tíðastur í laugarvatni, og sama er
að segja um Cylindrospermum.
í sambandi við þessar niðurstöður er ekki úr vegi, að
skoða okkar gömlu áveitur í nýju ljósi, en áveitur voru, sem
kunnugt er, mikið stundaðar á tímabili frá miðri síðustu
7
97