Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 95
öld og fram á þessa. Eftir því sem mér er kunnugt, reyndust
áveiturnar yfirleitt vel, og juku stórum afköst þess lands,
sem veitt var á, og komu því að verulegu leyti í stað tilbúins
áburðar nú á tímum.
Yfirleitt var veitt á snemma á vorin, eða á þeim tíma,
þegar sólfar var mest og hitar í meðallagi. Vorvatnið er
auðugt af uppleystum efnum, og hinar grunnu uppistöður
hafa efalaust hitnað mjög mikið í vorsólinni, enda má búast
við að fljótt hafi myndazt mikill þörungagróður í veitu-
vatninu. Við þessi skilyrði hljóta einnig bláþörungar að hafa
vaxið í stórum stíl, og m. a. þeir sem binda köfnunarefni.
T. d. er líklegt að Anabaena-tegundir hafi í vissum tilfellum
myndað mor í uppistöðunum, svipað og nefnt var áður í
Mývatni.
Þetta er þó aðeins tilgáta, sem gæti að einhverju leyti skýrt
gagnsemi áveitnanna, en auðvitað kemur þar fleira til, svo
sem bein áburðaráhrif vatnsins, og áburðarmagn þeirra líf-
vera, sem þrífast í vatninu.
Nauðsynlegt væri að gera athuganir á útbreiðslu og tíðni
bláþörunga, sem binda köfnunarefni, hér á landi, og mæla
afköst þeirra við mismunandi kringumstæður. Er það eitt af
mörgum verkefnum líffræðirannsókna, sem bíða betri tíma
hérlendis.
98