Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 96
DR. STEFÁN AÐALSTEINSSON:
RANNSÓKNASTARFSEMI
LANDBÚNAÐARINS
Erindi flutt'á aðalfundi Rœktunarfélags Norðurlands
30. október 1970
Landbúnaður á íslandi byggist að langmestu leyti á því að
nota óræktað, hálfræktað og fullræktað land til framleiðslu
á fóðri, sem sauðfé og nautgripir breyta í söluhæfar afurðir.
Við nýtingu á landi til fóðuröflunar þurfum við girðing-
ar til aðhalds á búfé, vélar til jarðvinnslu, fóðurtegundir til
sáningar, áburð til aukinnar uppskeru, vélar til fóðuröfl-
unar, geymslur fyrir fóður og tæki, búfé til að breyta fóðri
í afurðir, byggingar yfir búféð og þekkingu til að nýta þessa
þætti búskaparins á sem hagkvæmastan hátt.
Við getum litið á það sem meginhlutverk hagnýtra land-
búnaðarrannsókna að afla nýrrar þekkingar, sem taka má í
notkun við búskap og sem bætir búskaparhætti.
Hér á eftir skal nú reynt að gera því skil, hvernig árang-
ursríkast virðist vera að haga þessari þekkingarleit, og síðar
verður reynt að lýsa því, á hvaða sviðum skortir mest á, að
þekkingaröflun sé sinnt sem skyldi.
I fyrsta lagi þarf að gera sér grein fyrir því, á hvaða svið-
um þekkingarskortur stendur búskap mest fyrir þrifum eða
hvar mætti vænta mestra framfara með beitingu nýrrar
þekkingar.
99