Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 97
í slíkri úttekt má gjarnan bera íslenzkan búskap saman
við sambærilega þætti í búskap annarra þjóða, sem lengst
eru komnar á viðkomandi sviðum.
E£ við byrjum á undirstöðunni, landi og notkun þess, þá
vitum við til dæmis, að Ný-Sjálendingar gera mjög mikið a£
því að yfirborðsrækta land með því að dreifa á það áburði
úr flugvélum, harðbeita það og hvíla það á milli og útrýma
með þessu móti óæskilegum beitarplöntum, en fá í staðinn
afkastamiklar beitarplöntur og margfaldan afrakstur af land-
inu miðað við það, sem áður var.
„Af hverju takið þið ykkur ekki til og ræktið upp ein-
hvern dalinn ykkar neðan frá á og upp á brúnir?“ spurði
Ný-Sjálendingurinn C. P. McMeekan, sem hér var á ferð
sumarið 1960. Og hann bætti því við, að ef við hefðum
áhuga á að gera slíka tilraun með öllu því, sem henni til-
heyrði, þá gæti hann sennilega veitt aðstoð við að útvega
styrk af alþjóðafé til tilraunarinnar. Þessari athugasemd Mc-
Meekans hefur ekki verið neinn gaumur gefinn hér á landi
enn, en það er enn ástæða til að spyrja:
Getum við yfirborðsræktað dalina okkar frá á og upp á
brún og breytt grasinu, sem af því landi fæst í búfjárafurðir
á hagkvæman hátt? Þessum spurningum getum við ekki
svarað nema með því að prófa hlutina — gera tilraunir í
þessa átt.
Við vitum það, að akuryrkjuþjóðir telja það algjöra nauð-
syn í jarðvinnslu, að land sé unnið til ræktunar á þann hátt,
að gróðurmoldarlagið sé hæfilega grófkornað, myldið og
loftríkt, svo að jurtaræturnar nái sem beztum þroska og nýti
tiltæka næringu í jarðveginum sem bezt.
Hér á landi er sennilega víða pottur brotinn í þessu efni
og ástæða til að endurskoða jarðvinnsluaðferðir og kanna
sem bezt ástand jarðvegs í túnum, bæði kornastærð, jarð-
vatnsyfirborð, loftrými og fleira. í því sambandi get ég ekki
stillt mig um að segja frá furðulegu fyrirbæri, sem kom í
ljós á mýrartúni á Hvanneyri nýlega. Þar voru blettir í tún-
inu, sem dúaði í, þegar gengið var á þeim, eins og vatn væri
skammt undir yfirborði, en þegar priki var stungið niður í
100