Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 102
skömmum tíma að útrýma rauðgulum illhærum úr gærun-
um.
Það hefur líka komið skýrt fram, að auðvelt er og fljót-
legt að meta lömbin frá hverjum bónda lifandi í sláturhúsi
eftir hvítum lit á gærunni og halda gærunum aðgreindum
eftir flokkun við söltun. Kostnaður við þetta mat þarf senni-
lega ekki að fara yfir 3 krónur á lamb. Þarna gefst tækifæri
til þess að flokka verðmætt iðnaðarhráefni á ódýran hátt.
A því leikur enginn vafi, að alhvítu gærurnar eru til muna
verðmætara og eftirsóttara hráefni heldur en meðalgærur,
en sútunarverksmiðjurnar hafa ekki enn viljað greiða alhvít-
ar gæjur hærra verði en gular gærur. Af þessu leiðir, að
bændur halda að sér höndum við ræktunina á alhvíta fénu,
alhvítum gærum fjölgar hægt og verksmiðjurnar fá svo til
óbreytt hráefni frá ári til árs og kvarta sáran undan of mörg-
um gulum gærum og of fáum alhvítum.
Þessi dæmi sýna glöggt, að það er ekki allt fengið með
rannsóknunum. Niðurstöður rannsóknanna geta verið
traustar og skapað möguleika á nýrri verðmætasköpun í
þjóðfélaginu, en sú verðmætasköpun kemst ekki á stað, fyrr
en bændurnir eru farnir að nota niðurstöðurnar. Þeir taka
þær ekki í notkun, meðan þá vantar þekkingu á að nota þær
og ekki heldur ef allur ágóðinn af þeim rennur í vasa ann-
arra stétta í þjóðfélaginu.
Hér að framan hefur verið rætt um þörfina á rannsókn-
um í landbúnaði og tekin dæmi um hugsanlegan og raun-
verulegau árangur af rannsóknum. Þau dæmi ættu að nægja
til að sýna,, að rannsóknir geta gegnt mikilvægu hlutverki
í íslenzkum landbúnaði.
Hér á eftir verður því reynt að átta sig á því, hversu vel
rannsóknastarfsemin innir þetta hlutverk af hendi einsoger.
Með lögunum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna frá
1965 Var Rannsóknastofnun landbúnaðarins falið að hafa
með höndum allar rannsóknir á sviði landbúnaðar, sem fé
er veitt til á fjárlögum.
Við stofnunina starfa nú 13 sérfræðingar, 5 í búfjárrækt,
7 í jarðrækt og 1 við vélaprófanir. Af þessum sérfræðingum
105