Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 103
starfa þrír aðeins að hluta við stofnunina, þannig að nærri
lætur, að f 1 ársverk sérfræðinga séu unnin við stofnunina.
Aðstoðarfólk er um 10—12 að vetrinum, en mun fleira að
sumrinu. Til viðbótar þeirri starfsaðstöðu, sein stofnunin
hefur á Keldnaholtinu, koma tilraunastöðvarnar á Reyk-
hólum, Akureyri, Skriðuklaustri og Sámsstöðum, sem áður
voru í eigu Tilraunaráðs jarðræktar, tilraunastöðin að
Korpu í Korpúlfsstaðalandi, fjárræktarbúið að Hesti og til-
raunaaðstaða með sauðfé á bændaskólabúunum á Hvann-
eyri og Hólum.
Ef byrjað er á að telja þau verksvið, sem einkum er unnið
að við stofnunina, þá eru helztu verkefni á jarðræktarsvið-
inu þessi: Jarðvegsrannsóknir með jarðvegsefnagreiningum,
efnagreiningum á uppskeru og áburðarleiðbeiningum,
jurtakynbætur með stofna- og tegundasamanburði og vali á
harðgerðum og uppskerumiklum tegundum og stofnum,
rannsóknir á gróðurfari og beitarþoli afréttarlanda og rann-
sóknir á gróðursjúkdómum og meindýrum.
A búfjárræktarsviðinu eru helztu verkefnin þessi: Rann-
sóknir á ræktun á alhvítu fé og sérstæðum tegundum af mis-
litu fé, bæði á tilraunabúum og hjá bændum, rannsóknir á
kjötgæðum sláturfjár, rannsóknir á aukningu á afurðasemi
fjár með kynbótum, tilraunir með áhrif fóðrunar á frjósemi
og aðra afurðasemi hjá sauðfé, rannsóknir á meltanleika og
fóðurgildi grastegunda og heyja og ýmsar fóðrunartilraunir
með nautgripi. Á sviði bútækni er fyrst og fremst unnið að
prófunum véla og tækja og gerðar vinnumælingar.
Ohætt er að fullyrða, að þeir sérfræðingar, sem nú starfa
við stofnunina, hafa nóg og kannske meira en nóg að gera
við þau verkefni, sem verið er að vinna að. Eins er óhætt að
fullyrða, að öll þau verkefni, sem nú er unnið að, hafa eða
geta haft hagnýtt gildi fyrir landbúnaðinn, en í heild má
segja, að rannsóknirnar miði í mörgum tilfellum að því að
afla grundvallarþekkingar, sem hægt verður að byggja til-
tölulega almennar leiðbeiningar á.
Það er jafnframt vitað, að mjög mörg vandamál hafa ekki
verið tekin til rannsóknar, og um það má deila, hvort sum
10G