Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 106
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
SKÓGARLEIFAR Á ÁRSKÓGSSTRÖND
OG í GRENND
Árskógsströnd liggur á vesturströnd Eyjafjarðar milli Galma-
strandar ("Möðruvallasóknar) og Svarfaðardals. Sunnan við
sveitina er Kcjtlufjall og fram af því Hillur, sem ganga í
bergstöllum niður að sjó, en að norðan skilur Hámundar-
staðaháls hana frá Svarfaðardal. Að baki gnæfir Krossafjall
(hin fornu Sólarfjöll), með hnjúkum sínum um og yfir 900
m á hæð. Milli Kötlufjalls að austan og Krossafjalls að vest-
an gengur Þorvaldsdalur suður í fjallgarðinn, um 20 km
langur og nærri þráðbeinn.
Dalurinn er opinn í báða enda og er syðra og minna
mynnið við Fornhaga í Hörgárdal. Dalurinn er víðastur og
búsældarlegastur norðantil og þar hafa bæirnir Kleif,
Grnnd, Kúgil og Hrafnagil til skamms tíma verið í byggð,
en eru nú komnir í eyði, nema Kleif, þar býr einn maður.
Nákvæm lýsing á Þorvaldsdal er í blaði Ferðafélags Akur-
eyrar, „Ferðir“, júní 197F
Sérkenni Þorvaldsdals eru hin miklu hólahrúgöld eða
berghlaup, fimm að tölu og kallast hraun og klif. Hesta-
hraun, Kúgilshraun, Klifið utan við Kleif o. s. frv. Árskógs-
strönd horfir móti norðri og norðaustri og er þar næðinga-
samt og oft mjög snjóþungt á vetrum, einnig inni í Þorvalds-
dal, en sunnan við hólana þar verður oft heitt á sumrin. Ut
við sjó eru höfðar- þ. e. Fagurhöfði og Birnunesborgir, en