Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 107
á milli þeirra allbreitt láglendi Litla-Árskógsmóar, sem
munu vera forn sjávarbotn. Upp af Fagurhöfða er talsvert
mýrlendi og eins fyrir neðan Stærra-Árskóg og Kálfsskinn
ofan við Selárásinn. Móarnir ná suður að Stærra-Árskógi og
liggja báðum megin Þorvaldsdalsár. Kdlfsskinn (3 bæir) ligg-
ur á hæðarbungu, sem gengur fram úr Kötlufjalli og gæti
bungan verið „kálfsskinnið“. í Noregi er líka getið um bæi,
sem standi „pá kalvskinnet“. —
Árskógsströnd mun fyrrum hafa verið skógi vaxin. Til
jiess bendir nafn sveitarinnar o. fl. örnefni, t. a. m. Árskóg-
arnir báðir og Skógarhólar fyrir utan og neðan Kálfsskinns-
brekkur.
Snjórinn hefur hlíft á vetrum, en jafnframt bælt skóginn
í snjóavetrum. Varla hefur skógurinn verið stórvaxinn, en
þó til mikilla nytja. — I jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns árið 1712 er rifhrís til eldiviðarstyrks með taði und-
an kvikfé talinn fram á Hámundarstöðum, Hellu, Krossum,
Grund og Kálfsskinni.
I Litla-Árskógi er rifhrís til eldiviðar, í Stœrra-Árskógi
rifhrís og lyng til eldiviðar bjarglegt. Á Birnunesi rifhrís til
eldiviðar bjarglegt og á Selá rifhrís til eldiviðar nægilegt.
Á Selárbakka er tilfengið rifhrís. Brattavellir hafa rifhrís til
eldiviðarstyrks — brúklegt í Litla-Árskógslandi. Á Kleif til-
fengið rifhrís. Á Kúgili í Þorvaldsdal er viðirif til eldiviðar
og heystyrks bjarglegt. Víðirif er einnig nefnt í Kálfsskinni.
í Haga er fjalldrapi talinn lítilsháttar til léttis við hey. Á
Hillum er engra hríshlunninda getið. Þetta sýnir að birki-
kjarr hefur verið allvíða á Árskógsströnd í byrjun 18. aldar.
Mest í Litla-Árskógi, Stærra-Árskógi, ásnum við Selá og í
Birnunesborgum. Hella hefur átt birkikjarr í Fagurhöfða og
Hámundarstaðir í Hámundarstaðahálsi. í Möðruvallasókn
innan við Hillurnar, er snjóléttara og mýrlendara. Þar hef-
ur skóglendi eyðzt fyrr. I jarðabókinni er aðeins getið þar
um rifhrís á Syðri-Bakka og þó talið lítið. í Arnarnesi er
getið um örnefnið Skógarbrekka, en skógurinn er horfinn
og eins í Fagraskógi, rétt innan við Hillurnar. Einníg er
lítið minnzt á fjalldrapa í Möðruvallasókn. Lengur hefur
110