Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 111
lendi, þ. e. fjalldrapi og lyng, er mjög útbreitt á Árskógs-
strönd og hefur tekið við af fornu skóglendi, er þakið hefur
ása, holt og neðanverðar hlíðar, t. d. Hámundarstaðaháls,
Fagurhöfða, Birnunesborgir, Selásinn, Litla-Árskógsmóa,
holtin og hæðirnar við Stærra-Árskóg og Kálfsskinn og stall-
ana í Hillunum við hliðina á Fagraskógi, sem eflaust hefur
verið mjög fagur þarna á hallandi hlíðarlandi. Og skóglendi
hefur verið í Þorvaldsdal. Mýrar, snjóþungar lægðir, gil og
urðir hafa sumsstaðar klofið skóglendið í misstóra lundi og
ofantil hafa hlíðar verið skóglausar, en þó mun jafnbetur
grónar en nú.
Nú er byrjað að rækta nýjan Arskóg í landareign Litla-
Árskógs, rétt utan við Þorvaldsdalsá neðan við brúna.
Gengst ungmennafélag sveitarinnar fyrir því verki og virð-
ast hríslurnar í sæmilegum vexti. Hríslur hafa verið gróður-
settar við Árskógsskóla og nokkra bæi á Ströndinni og birki-
lundur alinn upp af fræi rétt neðan við veginn hjá Stóru-
Hámundarstöðum. Birkifræ fýkur frá görðum og getur bor-
izt víða um nágrennið. Má búazt við að finna hríslur vaxnar
upp af garða- og birkilundafræi í framtíðinni. Smávaxið
kjarr helzt enn við í innanverðum Ólafsfjarðarmúla yzt við
Svarfaðardal, en stærra er kjarrið í Kóngsstaðahálsi frammi
í Skíðadal.
Handan fjarðarins blasir við snjóþung Látraströndin. Þar
eru lágvaxnar kjarrleifar í hlíðum, allt frá Svínárnesi og út
fyrir I.átra og munar minnstu að þær séu samhangandi skóg-
lendinu í mynni Fnjóskárdals. Víða er þetta aðeins hnéhátt,
niðurnítt beitarkjarr, sligað af snjóþyngslum. Sumsstaðar er
kjarrið all þroskalegt í gilbörmum og brekkum Grímsness
og Látra og hafði alveg lokað gömlum götum og troðning-
um. Einna gróskulegast er kjarrið í Látrakleifum, eru þar
til 3—4 m háar birkihríslur með reynivið og víði innanum.
Talsvert kjarr er líka á neðanverðum Fossdal utan við Látra.
Mikið aðalbláberjaland er í kjarrinu og gilbrekkunum. Þar
er og mikið krækilyng, en minna ber á bláberjalyngi. Eini-
brúskar sjást hér og hvar og gulvíðirunnar. (Meira er um
eini á Þorvaldsdal). Kjarrið er í greinilegum vexti síðan l>æir
114