Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 112
þarna fóru í eyði og vetrarbeit létti af landinu, en Látra-
strönd er nú óbyggð allt innundir Grenivík.
Ströndin var ærið harðbýl og lifðu menn meðfram á sjó-
fangi. Voru Látrar lengi alkunn útgerðarstöð, þarna yzt við
utanverðan Eyjafjörð. Harðviðrasamt er hér á vetrum, en
snjórinn hlífir þá gróðrinum. Jörðin er rök langt fram á
sumar. Ofantil eru hlíðarnar mjög grýttar og berar og veru-
legur gróður þar aðeins í giljum og snjódældum. Margar
fagrar blómjurtir skreyta kjarrið og brekkurnar, t. d. blá-
gresi, brönugrös, hrútaber, undafíflar, gulmaðra, fjalldala-
fífill, hárdepla, gleymmérei o. fl. Mikið er um reyrgresi.
Litunarjafni vex í stórum flækjum. Víða stirnir á hin hvítn
blóm skollabersins. Burknar, einkum skjaldburkni, skolla-
kambur og þúsundblaðarós, vaxa í fögrum, allt að hnéháum
brúskum, þar sem skaflar liggja lengi.
í jarðabókinni er oft talað um rifhris, en hvað er átt við
með því orði? 1 Grasnytjum, hinni frægu bók séra Björns
Halldórssonar í Sauðlauksdal, er rifhrís skilgreint sem smá-
vaxið birki — og aðgreint frá fjalldrapa. í jarðabókinni er
líka sérstaklega greint frá nytjum af fjalldrapa (t. d. í Haga
á Árskógsströnd) og hann bersýnilega talinn annað en rif-
hrís. Verður þá ljóst að birkikjarr hefur vaxið þar sem rif-
hrís er nefnt. Hinar litlu birkihríslur voru rifnar upp, til
eldsneytis og kjarrið þannig smám saman eyðilagt með öllu
að kalla. En lengi geta birkihríslur leynzt og komið 1 ljós
ef land er friðað.
115