Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 114
tækjum, sem stofan hefur yfir að ráða og verða áreiðanlegar
niðurstöður að bíða betri tíma.
HEYEFNAGREININGAR
bar sem aðeins örfá fóðursýni berast stofunni, sem flokkast
undir annað en heyfóður, geri ég þau ekki að umtalsefni
hér, en læt spjalli um heyefnagreiningarnar rúminu eftir.
Alls hafa verið efnagreind á starfsárinu, þ. e. frá 1. nóv. 1970
til þessa dags (29. okt. 1971) 769 heysýni, sem skiptast
þannig:
Úr tilraunum ................................................. 139
Þjónustuefnagreiningar ....................................... 535
Sérathugunarbæir (SAB)......................................... 95
Hér verða tveir síðarnefndu flokkarnir gerðir að umtals-
efni.
ÞJÓNUSTUHEYEFNAGREININGAR
Segja má, að allstór skref hafi verið stigin fram á við í sögu
Ræktunarfélagsins á síðastliðnum árum. Hæst ber e. t. v.
árið 1965, en þá var Rannsóknarstofa Norðurlands sett á
stofn. Með þeim áfanga hófst ný þjónusta við bændur á
Norðurlandi, þar sem voru jarðvegsefnagreiningar. Þótt
þetta hafi verið frumskref stofunnar þá er árið 1971 um
margt líkjandi við stofnárið. Eins og mönnum er kunnugt
tók Rannsóknarstofa Norðurlands formlega til starfa í nýj-
um húsakynnum 1. apríl sl., og nú í haust var bændum á
svæði Ræktunarfélagsins boðið upp á þjónustuefnagreining-
ar á heyi. Var þessi ákvörðun tekin á sameiginlegum fundi
starfsmanna R. N. og ráðunauta búnaðarsambandanna á
Norðurlandi sl. vor.
Stofunni hafa borizt samtals 452 þjónustusýni frá sl. sumri
og liggja niðurstöður þeirra nú fyrir. Skiptast sýnin þannig
niður eftir búnaðarsamböndum:
117