Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 115
Sýni Bændur Sýni/ bónda
Búnaðarsamband A.-Hún 20 10 2,0
Búnaðarsamband Skagafj 212 77 2,8
Búnaðarsamband Eyjafj 51 2,5
Búnaðarsamband S.-Þing 58 29 2,0
Búnaðarsamband N.-Þing 37 19 2,0
Samtals 452 186 2,4
Þar sem R. N. taldi sér, og telur enn, fært að efnagreina
alit að 1500 heysýnum í vetur, þá er hér um tæpan þriðjung
að ræða, enda er þetta aðeins fyrsta umferð. Er vonast til að
bændur sjái sér hag í því að notfæra sér þetta aftur í vetur,
sem og í framtíðinni.
SÉRATHUGUNARBÆIR (SAB)
Hér er um að ræða sérstakt rannsóknarverkefni, sem R. N.
hefur fengið styrk til að framkvæma frá NATO. Ber það
titilinn: „Steinefni í íslenzkum jarðvegi, gróðri og búfé“.
Þeir, sem vilja, geta aflað sér frekari vitneskju um þessa
rannsókn í síðasta Ársriti (67. árg. 1970 bls. 75).
Það sem gerzt hefur varðandi þessa rannsókn frá útkomu
síðasta Ársrits, er þetta helzt:
— NATO-styrkur til verkefnisins, $ 6000, fékkst endurnýj-
aður fyrir árið 1971.
— Nýtt tæki (EEL, Model 240, Atomic Absorption Spec-
trophotometer), til mælinga á málmum, var keypt frá
Englandi.
— Kortlagningu og teikningum á jarðkortum var frani
haldið og er nú að mestu lokið.
— Fyrir sýnatökur í framtíðinni, voru á hverjum bæ, 22 að
tölu, endanlega valdar 10—14 spildur, alls um 280 talsins,
einkum út frá niðurstöðum efnagreininga ársins 1970.
118