Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 118
Til þess að gera sem minnst úr slíkum skekkjuvöldunr
var gerður samanburður á efnamagni sömu 15 SAB-spildna
og sömu grastegunda árin 1970 og 1971. Var þess gætt að
grastegundirnar á spildunum voru nokkurn veginn þær
sömu og á sama þroskastigi. Tafla 2 sýnir að niðurstöður
þessa samanburðar kemur injög heim og saman við það, sem
lesið var úr töflu 1. Hvað veldur svo þessum rnikla mun?
Mjög snemma á þroskaskeiði sínu (fyrir skrið) virðast
grösin hafa eiginleika til örastrar upptöku flestra efna úr
jarðveginum og þar á meðal fosfórs (Steenbjerg, 1965).
Steenbjerg (1965) telur að þeir þættir, sem mestu ráði um
veðrunarhraða (forvitringshastighed) næringarefna og efna-
framleiðslu (upptöku) plantna séu, auk jarðvegsgerðar og
tegundar og þroskastigs plantna, einnig veðurfar (raki, hita-
stig og ljósmagn) á vaxtartímanum.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að bæði auknum raka og hita
fylgi aukin upptaka af fosfór í höfrum (Simpson, 1965).
Sömuleiðis hefur verið reiknað út (Breirem og Homb, 1970)
að aukinni úrkomu fylgi aukin fosfórupptaka grastegunda,
þar sem (fylgnin) = -j- 0.887 ± 0.064, en það þýðir að tæp-
lega 80% (0.887- • 100) af frávikum þessara atriða fylgjast
að. Þegar þar við bætist að ösku- og eggjahvítumagn grasa
minnkar en tréni eykst við aukið ljósmagn, þ. e. fleiri sól-
stundir (Breirem og Homb, 1970) er ekki svo mjög að undra
þótt steinefnamagn hafi reynzt minna í heyinu sl. sumar
og þá einkum í S.-Þing„ þar eð sólstundir eru þar alla jafna
flestar á Norðurlandi (Markús Á. Einarsson, 1969). I heild
er skýringin á hinu lága efnamagni, og þá einkum fosfór,
þessi: í júní, þegar grösin höfðu eðli til örastrar efnaupp-
töku, voru veðurfarsleg skilyrði með eindæmum ó'hagstæð í
langan tíma fyrir þessa lífstarfsemi (þurrt, kalt og sólríkt),
víðast hvar á Norðurlandi. Þegar síðan hlýnaði skyndilega
í veðri, og næg væta fékkst, var þroski grasanna of langt á
veg kominn til að þau hefðu getu til að auka fosfórmagn
sitt í heildarþurrefnismagninu eins og gerist í meðalári.
Af framangreindu þarf ekki að koma mönnum á óvart
þótt fóðurfræðilegt orkugildi fóðursins sé minna vegna
121