Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 124
Tafla 1. Jarðvegssýnishorn 1970—1971.
Svæði Fjöldi sýna
Búnaðarsamband N. Þing 50
— S. Þing 220
Eyjafj 930
— Skagafj 560
— A. Hún 270
- V. Hún 190
SAB-bæir 400
Sýni úr tilraunum 110
Samtals 2730
sýni og æskilegt væri. Takmarkar það mjög gildi jarðvegs-
efnagreininganna þar sem þannig fæst ekki eins gott yfirlit
yfir næringarástand túnanna.
Af sambandssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar bárust
930 sýni frá bæjum í Grýtubakka-, Öngulsstaða- og Glæsi-
bæjarhreppi. Er þá búið að efnagreina sýni úr flestum tún-
um á sambandssvæðinu.
Úr Skagafirði bárust að jjessu sinni 560 sýni. Haustið 1969
var lokið við að taka sýni úr flest öllum túnum sýslunnar.
Sýni þau, sem tekin voru haustið 1970, voru því úr túnum,
sem búið var að taka jarðvegssýni úr áður. Bárust sýni úr
Holtshreppi og Skarðshreppi, en þaðan voru áður tekin sýni
haustið 1965 og úr Haganeshreppi, en þar voru tekin sýni
áður 1966. Nú væri það fróðlegt að athuga hvernig niður-
stöðurnar frá næstliðnu hausti ber saman við þær, sem feng-
ust við efnagreiningu á sýnum frá haustinu 1965. Gerð var
á þessu nokkur athugun og bornar saman niðurstöður efna-
greininga á sýnum úr sömu túnspildum á bæjum í Holts-
hreppi og Skarðshreppi. í töflu 2 eru gefnar meðaltalstölur
úr þessari athugun. Þó þessi meðaltöl gefi ekki tæmandi
mynd af ástandinu, frekar en meðaltöl yfirleitt, benda þau
þó á þá þróun, sem virðist hafa orðið á efnamagni túna í
127