Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 125
þessum hreppum. Eins og sézt af töflunni þá hefur sýrustig
lítið sem ekkert breytzt með árunum, er það í samræmi við
fyrri athuganir á sýrustigi þar sem kom í ljós að sýrustig var
óháð aldri túnanna. Fosfórmagn jarðvegsins hefur aukizt en
kalímagn hefur minnkað. Nú er ekki einhlítt að líta á breyt-
inguna eina sér, einnig verður að skoða stærðargildi taln-
anna, og ef það er gert í þessu tilviki kemur í ljós, að 1965
er kalímagn allhátt í þessum hreppum. Var því þá ráðlagt
að nota minna af kalíáburði. Sú ráðlegging, samfara kaldara
veðurfari þessi ár frá 1965 en árin þar á undan, og þar með
minni losun á kalí úr jarðveginum, hefur orðið til þess, að
kalímagn hefur lækkað allverulega í túnum þeirra Fljóta-
manna og Skarðshreppinga. Þarna verður því að auka aftur
kalíáburðarnotkun og fylgjast vel með hver áframhaldandi
þróun verður í kalímagni jarðvegsins.
Ef litið er á fosfórmagnið, sézt aftur á móti, að það hefur
verið nokkuð lágt 1965, en hefur hækkað verulega á þessu
árabili. Tölurnar eru að vísu ekki alveg sambærilegar, þar
sem ekki var notuð sama aðferð til þess að losa fosfór úr
jarðveginum bæði árin. Munurinn er þó ekki mikill á þess-
um tveim aðferðum og það sem hann er, í þá átt, að sú að-
ferð, sem notuð var 1970 gefur heldur lægri tölu. Er þvi
mismunurinn á tölunum væntanlega minni heldur en ef
sama aðferð hefði verið notuð í báðum tilvikum. Ætla verð-
ur því að allmikil aukning hafi.orðið á fosfórforða moldar-
Tafla 2. Sýrustig, fosfór- og kalímagn í sýnum teknum 1965
og 1970 úr túnum í Holts- og Skarðshreppi í Skagafirði.
Sýrustig Fosfórl Kalí2
1965 1970 1965 1970 1965 1970
Holtshreppur 5,07 5,09 3,16 8,13 2,21 1,29
Skarðshreppur 5,41 5,53 4,50 8,48 2,18 1,17
1 mg P/100 g jörð.
2 meq K/100 g jörð.
128