Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 126
innar. Aukningu þessa hef ég skýrt á þann veg, að í fyrsta
lagi hafi fosfóráburðarnotkun aukizt eitthvað eftir að efna-
greint var hið fyrra sinni og í annan stað hefur spretta verið
nokkru minni öll hin síðustu ár heldur en árin fyrir 1965,
og því minni fosfór verið fjarlægður úr jarðveginum. Af
þessu sézt að í köldum árum með lítilli sprettu hækkar að-
gengilegt fosfórmagn í jarðveginum en kalímagnið lækkar
miðað við að borið sé á eðlilegt magn af þessum næringar-
efnum.
Við athugun á efnamagni í túnum frá einstökum bæjum
kom í ljós, að á langflestum bæjanna hefur þróunin orðið
á líka lund og meðaltölin sýna, en þó finnast hér undan-
tekningar. Á einstaka býlum hefur t. d. fosfórmagnið staðið
í stað eða lækkað og ef litið er á þróunina í heild getur
þetta tæplega stafað af öðru en því, að viðkomandi hafi spar-
að um of að bera á fosfór. Sýnist mér af þessum niðurstöð-
um, að hægt sé með því að efnagreina moldarsýni úr túnum
með nokkurra ára millibili að finna þá bændur, sem svo
sparlega fara með áburð, að ætla má að verði þeim til tjóns.
Jarðvegssýnin úr Austur-Húnavatnssýslu voru að þessu
sinni víðsvegar að úr sýslunni. Búið er nú að taka sýni á
flestum bæjum sýslunnar að fráteknum Vindhælishreppi, en
bændur í þeim hreppi hafa ekki haft á'huga á því að hjá
þeim væru tekin sýnishorn.
í fyrrahaust (1970) lagði ég leið mína vestur í Vestur-
Húnavatnssýslu. Var erindið að taka jarðvegssýni og kynn-
ast búskap þar vestur frá. Voru tekin sýni hjá bændum í
Vesturdal, Miðfirði, Vatnsnesi og Víðidal. Síðar voru til við-
bótar tekin sýni hjá allmörgum bændum í Ytri-Torfustaða-
hreppi. Á þessu sýnatökuferðalagi mínu komst ég áþreifan-
lega að því, að sýnataka er nánast óframkvæmanleg án þess
að til sé kort af viðkomandi túni. Það liggur nokkuð ljóst
fyrir, að erfitt er að gefa áburðarleiðbeiningar að gagni
nema að um stærð túnspildnanna sé vitað. Hitt kemur ef til
vill meira á óvart, en á þessu ferðalagi komst ég að því, að
þegar tún eru orðin svo stór sem raun ber vitni, hafa fjöl-
margir bændur ekki lengur nöfn á hinum ýmsu túnspildum,
9
129