Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 130
AÐALFUNDUR 1971
Árið 1971, föstudaginn 29. okt., var aðalfundur Ræktunar-
félags Norðurlands settur og haldinn á Akureyri.
Jóhannes Sigvaldason setti fundinn og bauð fulltrúa og
gesti velkomna.
Þá las Jóhannes upp bréf frá formanni félagsins, Stein-
dóri Steindórssyni, þar sem hann gerir grein fyrir því að
hann geti ekki mætt á fundinum af lieilsufarsástæðum. Jafn-
framt tilkynnti hann að störfum sínum fyrir félagið væri nú
lokið og óskaði því heilla í nútíð og framtíð.
Var þá gengið til dagskrár.
1. Fundarstjóri var kjörinn Egill Bjarnason. Ritarar Þór-
arinn Kristjánsson og Teitur Björnsson. Kjörbréfanefnd:
Ármann Dalmannsson, Þórarinn Haraldsson og Guðmund-
ur Jónasson.
2. Álit kjörbréfanefndar. Ármann Dalmannsson gerði
grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. Eftirtaldir fulltrúar
voru samþykktir réttkjörnir:
Frá Búnaðarsambandi Norður-Þingeyinga:
Þórarinn Kristjánsson, Holti og Þórarinn Haraldsson,
Laufási.
Frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga:
Teitur Björnsson, Brún og Hermóður Guðmundsson,
Árnesi.
Frá Biinaðarsambandi Eyjafjarðar:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Stefán Halldórsson, Hlöð-
um og Eggert Davíðsson, Möðruvöllum.
133