Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 131
Frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar:
Egill Bjarnason, Sauðárkróki, Gísli Magnússon, Eyhild-
arholti og Ragnar Eiríksson, Sauðárkróki.
Frú Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga:
Guðmundur Jónasson, Ási og Gísli Pálsson, Hofi.
Frá Búnaðarsambandi Vestur-Húnvetninga:
Aðalbjörn Benediktsson, Grundarási.
Frá Ævifélagadeild Akureyrar:
Ármann Dalmannsson, Jón Rögnvaldsson, Björn Þórð-
arson og Þorsteinn Davíðsson.
Þá voru mættir á fundinum stjórnarnefndarmenn: Jó-
hannes Sigvaldason og Jónas Kristjánsson, auk þess starfs-
maður Rannsóknarstofunnar, Þórarinn Lárusson.
Gestir á fundinum voru: Haraldur Árnason skólastjóri á
Hólum, Matthías Eggertsson kennari á Hólum, Bjarni Guð-
leifsson tilraunastjóri á Akureyri, Bragi Líndal Ólafsson sér-
fræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Óskar
Eiríksson bústjóri á Lundi og Ólafur Jónsson fyrrv. til-
raunastjóri á Akureyri. Ennfremur voru mættir á fundinum
flest allir héraðsráðunautar á félagssvæðinu.
3. Skýrsla frá Rannsóknarstofu Norðurlands. Jóhannes
Sigvaldason og Þórarinn Lárusson gáfu skýrslu um starfsemi
stofunnar á liðnu ári. Skýrslur þessar eru birtar í heild á
öðrum stað í ritinu.
4. Reikningar Ræktunarfélags Norðurlands og Rann-
sóknarstofu Norðurlands. Jóhannes Sigvaldason las upp
reikningana og skýrði þá. Eftir lítilsháttar umræður voru
reikningarnir samþykktir með samhljóða atkvæðum.
5. Fjárhagsáætlun. Jóhannes Sigvaldason las upp og
ræddi fjárhagsáætlun fyrir starfsemi Ræktunarfélags Norð-
urlands 1972. Eftirtaldir menn voru skipaðir í fjárhags-
nefnd: Þórarinn Haraldsson, Hermóður Guðmundsson,
Eggert Davíðsson, Gísli Magnússon, Guðmundur Jónasson
og Aðalbjörn Benediktsson.
Þá var gefið matarhlé. Eftir hádegisverð fóru fundarmenn
m