Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 132
og skoðuðu Rannsóknarstofu Norðurlands og starfsemi
hennar.
6. Erindi Bjarna Guðleifssonar. Bjarni byrjaði fyrirlestur
sinn með því að sýna súlurit þar sem vel kom fram hver
áhrif slæm kalár hafa haft á heyfeng bænda. Kom þetta
greinilega í ljós á súluritunum þar sem hæð súlnanna sýndi
heyfenginn en kalárin voru sýnd með sérstökum lit. Þá
sagði Bjarni að mikill munur væri milli byggðarlaga á
Norðurlandi. Þannig virtust snjóavetur lítil áhrif hafa í inn-
sveitum um mitt Norðurland í samanburði við austasta og
vestasta hluta þess. Árið 1968 var t. d. aðeins 40% af eðli-
legum heyfeng í Árneshreppi og Svalbarðshreppi. Tölur,
sem fengnar voru frá bændum, ráðunautum og ýmsum
heimildarritum þar sem segja átti til um hve stór hluti tún-
anna væri kalinn, benda mjög í sömu átt. Ef athugaðir eru
mismunandi veðurfarsþættir, þá kemur í ljós, að það er
fyrst og fremst snjómagnið og langvarandi svellalög, sem
virðast orsaka kal. Erlendis eru það oft vissir sveppir sam-
fara miklum snjó, sem orsaka kal, en nú er það nokkuð
sannað, að ekki er um það að ræða hér á landi. Bjarni nefndi
að lokum nokkur atriði, sem þyrfti að athuga hið fyrsta:
1. Áhrif mismunandi meðferðar túnanna, s. s. sláttutími,
beit og beitartími, magn köfnunarefnisáburðar og í
því sambandi orkuforða grasanna.
2. Jarðvinnsluaðferðir, kölkun, magn af fosfór- og kalí-
áburði.
3. Nýir grasstofnar og tegundir.
Erindi Bjarna var mjög vel tekið og miklar umræður fóru
fram. Þessir tóku til máls: Jón Rögnvaldsson, talaði tvisvar,
Ólafur Jónsson, Hjörtur Þórarinsson, Matthías Eggertsson,
talaði tvisvar, Þórarinn Haraldsson og Þórarinn Lárusson.
Bjarni svaraði fyrirspurnum.
7. Hermóður Guðmundsson skýrði tillögur fjárhags-
nefndar um fjárhagsáætlunina og las upp eftirfarandi áætl-
un, sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum:
135