Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 10
arbakteríum eigi við, þar sem jarðvegs- og veðurfarsskil-
yrði eru allt önnur en á framleiðslustaðnum. Þess vegna
þurfum við, ef vel á að vera, að rækta okkar eigin smit,
gera okkar eigin úrval á afbrigðum af rótarbakteríum
eða að minnsta kosti ganga úr skugga um það hvort ekki
er hægt að ná betri árangri á þann hátt.
Það er auðskilið, að vegna þess hve loftslag er svalt hér
verður öll starfsemi jarðvegssveppa og baktería mjög hæg-
fara. Vafalaust kemur þetta niður á rótarbakteríum eigi
síður en öðrum smáverum. Það Skiptir því eigi litlu máli að
finna og nota þau aíbrigði, sem starfhæfust eru við okkar
veður- og jarðvegsskilyrði, en auðvitað verðum við ávalt að
kappkosta að búa þeim sem hæfasta starfsaðstöðu. Á þessu
sviði er mikið starf óunnið, en það þarf að haldast í hendur
við ræktun belgjurtanna sjálfra.
FRÆ OG FRJÓVGUN
Það ætla ég, að flestar eða allar þær belgjurtir, er hér vaxa,
blómgist það snemma, að þær ættu að geta þroskað fræ í
öllum venjulegum sumrum ef frjóvgun er í lagi, en urn
smárategundirnar er það vitað, að þær frjóvgast mjög lítið
og er það bagalegt, jafnvel þótt aðeins sé um það að ræða
að rækta af þeim stofnfræ til framræktunar annars staðar.
Svo er talið, að býflugur eigi drýgstan þátt í frjóvgun smár-
ans og randaflugur að einhverju leyti. Býflugur eru hér
ekki og engin óyggjandi tilraun hefur verið gerð til að
rækta þær hér. Randarflugan er að vísu dreifð um allt
land, en alls staðar lítið af henni. Svo kemur það til, að
flugur þessar starfa aðeins í góðu veðri og verður því starfs-
tími þeirra oft stuttur og stopull hér á landi. Líklega væri
helsta úrræðið að reyna býflugnarækt í sambandi við fræ-
rækt af smáranum og velja fyrirtækinu stað, þar sem er sól-
ríkt og sem hagstæðust skilyrði fyrir hvoru tveggja, býflug-
urnar og smárann.
Hvað aðrar belgjurtir hérlendar áhrærir, þá veit ég ekki
12