Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 14
efsta borði hans, og eru því óvanir birtu og snöggum veðra-
brigðum.
Ekki er gott að segja hvenær uppskrið ormanna hefur átt
sér stað, en líklegt þykir mér, að það hafi gerzt snemma vetr-
ar. Til þess bendir m. a. það, að ormanna varð ekki vart
fyrr en í maíbyrjun, þegar töluvert var bráðnað af fönnun-
um, sem voru á túninu síðla vetrar.
Snemma í nóvember 1969 kingdi niður mjög miklum
snjó á Árskógsströnd, og var jörðin þá lítt eða ekki frosin.
Varaði þessi snjór að meira eða minna leyti allan veturinn
og fram á vor 1970. í desemlber og janúar komu nokkrir
blotar, og seig þá snjórinn, en tók aldrei upp að neinu ráði
á ofanverðu túninu, þótt bakkarnir væru auðir. Þykir mér
líklegt, að uppskrið ormanna standi að einhverju leyti í
sambandi við þessar sérstöku aðstæður, enda hef ég ekki
tekið eftir þessu fyrirbæri í öðrum árum.
Um svipað leyti og pottormarnir fundust, varð einnig
vart við ánamaðka á snjósköflum ofan við túnið og í mýr-
lendi nokkru fjær. Voru þetta dökkbrúnir, litlir maðkar
(líklega Dendrobaena), og var fjöldi þeirra um 10—15 á fer-
metra á nokkrum stöðum. Ánamaðkarnir voru lifandi og
allsprækir, en ekki fylgdist ég nánar með örlögum þeirra. I
sjálfu túninu varð hins vegar ekki vart við uppskriðna ána-
maðka, þótt nóg sé af þeim þar.
Það er alkunnugt, að ánamaðkar skríða upp úr moldinni
er mikið rignir, og hefur engin viðhlítandi skýring fengist
á því fyrirbæri. F.f til vil 1 er hér um að ræða svipaða við-
leitni hjá þeim.
Samkvæmt rannsóknum á jarðvegslífi, sem gerðar voru á
Víkurbakka árið 1969 er trieðalfjöldi pottorma í fermetra
af yfirborði jarðvegsins í túninu yfir sumartímann um 3250.
Af því má sjá, að á vissum svæðum hefur mikill hluti pott-
ormastofnsins skriðið upp í snjóinn og látið líf sitt. Um
hlutverk pottorma í búskap jarðvegsins er enn lítið vitað.
Talið er að þeir lifi mest á bakteríum og öðrum örverum,
en einnig er talið að þeir éti þráðorma.
F.kki er ólíklegt, að |)að valdi veridegri röskun í lífríki
16