Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 18
þess eykst kalíþörf kúnna með hækkandi nyt (Thompson, 1972). Þetta varð til þess, að gerðar voru á vegum R. N.. tvær athuganir með að gefa hámjólka kúm kalí. Sú fyrri var gerð á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd veturinn 1970—71 og hin veturinn eftir að Lundi við Akureyri. Erindi um hina síðarnefndu athugun, en hún var mun j nákvæmari, var flutt á ráðunautaráðstefnu í Reykjavík í marz 1972. Þar eð athygli fóðurfræðinga hefur beinzt mjög að kalí í fóðri búfjár nú allra síðustu ár (Thompson, 1972 og Scott 1968) þykir rétt að endurskoða áðurnefnt erindi í ljósi nýjustu erlendra rannsókna. Á þennan hátt verða færð rök að því í þessari grein, hversu hátt kalímagn í íslenzku heyfóðri þarf að vera miðað við nyt, og óbreytt kalímagn í kjarnfóður- og fóðursaltstegundum, sem nú eru á markað- inum. Auk þess er ætlunin að þessi grein gefi nokkra innsýn í mikilvægi kalís almennt sem fóðurefnis, einkum handa há- mjólka kúm. YFIRLIT YFIR ERLENDAR RANNSÓKNIR t Hér verður einkum stuðzt við nýútkomið rit, sem ber nafn- ið „Kalí í fóðurfræði dýra“ („Potassium in Animal Nutri- tion“, Thompson, 1972). Um höfuðhlutverk kalís í líkama dýra er eftirfarandi tekið fram: íb». 1. Það er mikilvægasti þátturinn í að stjórna osmótiskum þrýstingi frumanna. 1 2. Það er mikilvægt til viðhalds sýrustigsjafnvægi líkams- vökvanna. 3. Ásamt málmjónunum Na+, Ca++ og Mg++ hefur kalíjónin (K+) áhrif á starfsemi og viðbrögð tauga og vöðvafruma (t. d. vinnur K+ eins og hemill í stjórn hjartsláttar, kemur í veg fyrir krampa, ótímabæra vöðvasamdrætti og óstöðugan gang). 4. Kalí hjálpar til að viðhalda eðlilegu vatns-jafnvægi. 5. Það er nauðsynlegt fyrir starfsemi ýmissa lífhvatakerfa. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.