Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 18
þess eykst kalíþörf kúnna með hækkandi nyt (Thompson,
1972).
Þetta varð til þess, að gerðar voru á vegum R. N.. tvær
athuganir með að gefa hámjólka kúm kalí. Sú fyrri var gerð
á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd veturinn 1970—71 og hin
veturinn eftir að Lundi við Akureyri.
Erindi um hina síðarnefndu athugun, en hún var mun j
nákvæmari, var flutt á ráðunautaráðstefnu í Reykjavík í
marz 1972. Þar eð athygli fóðurfræðinga hefur beinzt mjög
að kalí í fóðri búfjár nú allra síðustu ár (Thompson, 1972
og Scott 1968) þykir rétt að endurskoða áðurnefnt erindi í
ljósi nýjustu erlendra rannsókna. Á þennan hátt verða færð
rök að því í þessari grein, hversu hátt kalímagn í íslenzku
heyfóðri þarf að vera miðað við nyt, og óbreytt kalímagn í
kjarnfóður- og fóðursaltstegundum, sem nú eru á markað-
inum. Auk þess er ætlunin að þessi grein gefi nokkra innsýn
í mikilvægi kalís almennt sem fóðurefnis, einkum handa há-
mjólka kúm.
YFIRLIT YFIR ERLENDAR RANNSÓKNIR
t
Hér verður einkum stuðzt við nýútkomið rit, sem ber nafn-
ið „Kalí í fóðurfræði dýra“ („Potassium in Animal Nutri-
tion“, Thompson, 1972). Um höfuðhlutverk kalís í líkama
dýra er eftirfarandi tekið fram:
íb».
1. Það er mikilvægasti þátturinn í að stjórna osmótiskum
þrýstingi frumanna. 1
2. Það er mikilvægt til viðhalds sýrustigsjafnvægi líkams-
vökvanna.
3. Ásamt málmjónunum Na+, Ca++ og Mg++ hefur
kalíjónin (K+) áhrif á starfsemi og viðbrögð tauga og
vöðvafruma (t. d. vinnur K+ eins og hemill í stjórn
hjartsláttar, kemur í veg fyrir krampa, ótímabæra
vöðvasamdrætti og óstöðugan gang).
4. Kalí hjálpar til að viðhalda eðlilegu vatns-jafnvægi.
5. Það er nauðsynlegt fyrir starfsemi ýmissa lífhvatakerfa.
20