Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 24
bæði kvölds og morgna. Kvöldþvagið var geymt í plastflösk-
um í kælivatni yfir nóttina, en síðan næsta morgun var pH,
K og Na ákvarðað. Efnagreining á morgunþvagi var gerð
strax að lokinni sýnatöku. K og Na var ákvarðað með loga-
ljósmæli. Þá voru gerðar nokkrar mælingar á kalsíum og
magníumstyrk þvagsins með hjálp logarófsmælis (EEI,
Model 240, Atomic Absorption Spectrophotometer). Einnig
voru gerðar 12 mælingar á K og Na styrk mjólkurinnar úr
einni kúnni (nr. 32) með logaljósmæli.
Mælingum á efnamagni heysins verður ekki lýsí hér, en
aðferðir við þær hafa verið notaðar hér (R. N.) frá upphafi
og annars staðar og eru almennt viðurkenndar. Meltanleika-
ákvarðanir í heyi voru gerðar hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins.
NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYkTANIR
„Margt fer öðru vísi en ætlað er“, segir máltækið. Svo fór
einnig um ýmis atriði varðandi upphaflegar áætlanir í þess-
ari rannsókn, sem og svo mörg önnur mannanna verk. Staf-
ar það að miklu leyti af ónógum undirbúningi, enda ráðizt
í þetta af vanefnum að ýmsu leyti. Sem athugun er rann-
sóknin þó í fullu gildi, enda túlkuð sem slík. Eins og áður
segir eru tölur í töflu 5 byggðar á áætlunum út frá bráða-
birgðaniðurstöðum. Tafla 3 gefur síðan endanlegar niður-
stöður, allra fóðursýna, sem efnagreind voru á ýmsum tím-
um meðan á athuguninni stóð.
Er greinilegt að efnahlutföll eru öll önnur í „normal“
heyinu og er efnamagn allt hærra í K-lága heyinu nema
kalíið að sjálfsögðu.
Kom nokkuð á óvart hve hátt kalímagnið reyndist í því
síðarnefnda, en reiknað hafði verið með 1.0% K samkvæmt
fyrstu ákvörðun. Sömu sögu er að segja um kjarnfóðrið, það
reyndist innihalda 0.70% K í staðinn fyrir 0.50%. Stafar
þetta af því að starfsmenn Lundsbúsins blanda sjálfir sína
fóðurblöndu og nota þeir kalíauðugri efni en eru í þeim
fóðurblöndum, sem nú eru yfirleitt á markaðnum.
Um áætlunina varðandi það, hve mikið hey kýrnar ætu