Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 24
bæði kvölds og morgna. Kvöldþvagið var geymt í plastflösk- um í kælivatni yfir nóttina, en síðan næsta morgun var pH, K og Na ákvarðað. Efnagreining á morgunþvagi var gerð strax að lokinni sýnatöku. K og Na var ákvarðað með loga- ljósmæli. Þá voru gerðar nokkrar mælingar á kalsíum og magníumstyrk þvagsins með hjálp logarófsmælis (EEI, Model 240, Atomic Absorption Spectrophotometer). Einnig voru gerðar 12 mælingar á K og Na styrk mjólkurinnar úr einni kúnni (nr. 32) með logaljósmæli. Mælingum á efnamagni heysins verður ekki lýsí hér, en aðferðir við þær hafa verið notaðar hér (R. N.) frá upphafi og annars staðar og eru almennt viðurkenndar. Meltanleika- ákvarðanir í heyi voru gerðar hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins. NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYkTANIR „Margt fer öðru vísi en ætlað er“, segir máltækið. Svo fór einnig um ýmis atriði varðandi upphaflegar áætlanir í þess- ari rannsókn, sem og svo mörg önnur mannanna verk. Staf- ar það að miklu leyti af ónógum undirbúningi, enda ráðizt í þetta af vanefnum að ýmsu leyti. Sem athugun er rann- sóknin þó í fullu gildi, enda túlkuð sem slík. Eins og áður segir eru tölur í töflu 5 byggðar á áætlunum út frá bráða- birgðaniðurstöðum. Tafla 3 gefur síðan endanlegar niður- stöður, allra fóðursýna, sem efnagreind voru á ýmsum tím- um meðan á athuguninni stóð. Er greinilegt að efnahlutföll eru öll önnur í „normal“ heyinu og er efnamagn allt hærra í K-lága heyinu nema kalíið að sjálfsögðu. Kom nokkuð á óvart hve hátt kalímagnið reyndist í því síðarnefnda, en reiknað hafði verið með 1.0% K samkvæmt fyrstu ákvörðun. Sömu sögu er að segja um kjarnfóðrið, það reyndist innihalda 0.70% K í staðinn fyrir 0.50%. Stafar þetta af því að starfsmenn Lundsbúsins blanda sjálfir sína fóðurblöndu og nota þeir kalíauðugri efni en eru í þeim fóðurblöndum, sem nú eru yfirleitt á markaðnum. Um áætlunina varðandi það, hve mikið hey kýrnar ætu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.