Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 27
staklega. Höfuðástæða fyrir þessu vali er sú, að þær komast
næst því að vera sambærilegar í nyt; því atriði, sem parað
var eftir upphaflega í hópa. Þá fóru mælingar allar fram dag-
lega og reglulega. Auk þess byrjaði tímabilið, þótt mislangt
yrði, nokkru fyrir burð hjá báðum og vel fram yfir burðinn.
Verða hinar kýrnar síðan teknar inn í umræðurnar á grund-
velli þeirra niðurstaðna, sem myndirnar sýna, eftir því sem
ástæða þykir til.
Hvort sem horft er á myndir 1 og 2 með augum lærðra
eða leikra, fer ekki á milli mála, að stefnur línanna eru
verulega ólíkar, hvort sem litið er á myndir yfir fóðrun og
nyt (a) eða þvagmælingar (b).
Eins og sjá má fá kýrnar sama fóðureiningafjölda, bæði
af gróffóðri og kjarnfóðri síðasta 1/2 mán. fyrir burð. Fyrir
þann tíma hafði kýr nr. 11 fengið sams konar fóður í um
1/2 mánuð, en hún bar sem svaraði einu gangmáli seinna en
búist hafði verið við. Eftir burðinn er kjarnfóðrið aukið,
nokkuð misört að vísu, en á níunda degi eftir burð etur kýr
nr. 11 lítið sem ekkert kjarnfóður og mjög skrykkjótt næstu
2—3 vikur. Á þrettánda degi e. b. fór á sömu leið með hey-
átið. Á 20. degi át kýrin aðeins 3 kg heys og á 2E degi ekki
nema 2.5 kg og engan mat. Á tólfta degi var svo komið, að
hinu óhjákvæmilega, nytin byrjar að falla. Á 18. degi í 11 kg
og eftir smá kipp, allt niður í 9.5 kg á 21. degi. Kýr nr. 32,
sem var í sama fóðrunarflokki og nr. 11, hegðaði sér á svip-
aðan hátt eins og mynd 5a sýnir. Hér, þrem vikum eftir
burð, er rétt að staldra við og líta aftur yfir farinn veg. Sam-
kvæmt áætlun og sýnt er efst á mynd 2a, fær kýr nr. 2 kalí
sem svarar 5—6 g á hvert kg kjarnfóðurs. Hjá henni verð-
ur hvorki vart nyt- né átminnkunnar. Á sama tíma fær sam-
anburðarkýrin ekkert viðbótarkalí. Þar eð um mjög lítinn
mun á hámarksnyt er að ræða, er ekki aðra ástæðu fyrir át-
og nytmissi kýr nr. 11 að finna en skort á kalí. Þetta verður
e. t. v. enn Ijósara þegar samanburður er gerður á niður-
stöðum þvagmælinga og drengnar eru í formi línurita á
myndum lb og 2b. K og Na styrkurinn og sýrustigið er
nokkuð svipað fyrir burðinn, þótt K styrkurinn sé heldur á
29