Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 37
Geta má nærri að meltingarstarfsemi vambarinnar hefur
verið kominn í verulegar ógöngur í kringum 20. dag eftir
burð og var því tekið það ráð að gefa kúnni blöndu af ýms-
um vítamínum, sem vambargerlar annars framleiða (B, E og
K) ásamt snefilefnum á 21. degi eftir burð. Eins var kýrin
sprautuð með nýrnahettuhormónum, ef ske kynni að fram-
leiðslu þeirra væri orðið vant að einhverju leyti. Virtist
þetta gefa góða raun, því eftir það byrjaði nytin að hækka
og síðan kalístyrkur þvagsins og sýrustigið, en Na styrkur
helst lágur. Eftir þriðju viku eftir burð var skipt um hey og
mælingum á fóðurmagni hætt.
Þótt í grófum dráttum ætti sér svipað stað með kýr nr. 32
er þvagmyndin að mörgu leyti ólík. Einkum sveiflast Na
styrkurinn mun meira og má glöggt sjá, einkum fram að
þeim tíma, sem kýrin missir lyst og nyt fellur, að Na hækk-
ar þegar K lækkar. Þegar þessari stjórnun, seml vafalaust er
innt af hendi af nýrnahettuhormónum, einkum aldosterons
(Thompson, 1972), fipast, að líkindum vegna aukinnar
streitu vegna orkuskorts, sem aftur hefur í för með sér
aukna framleiðslu aldosterons, sem svo þýðir enn aukna K-
útskolun, er kúnni allri lokið með fyrrgreindum afleiðing-
um.
I þessu tilliti má geta þess að kýr nr. 32 var í verulega
betri holdum en nr. 11 fyrir burðinn, þótt tæpast væri hægt
að lýsa holdafari nr. 11 sem lélegu. Það er því hugsanlegt
að stjórnunarkerfi hormónanna hafi haft meiri efni til að
vinna með þar sem kýr nr. 32 var. Mjög svipaða sögu er að
segja um þvaglínurit kýr nr. 25 og 32, nema það að nr. 25
réð við erfiðleikana. Nr. 2 og 12 virðast fara létt með sitt
mjaltarskeið. Þó er ekki örgrannt um, að þegar nr. 2 nýtur
kalígjafar ekki lengur (39 dögum eftir burð) er eins og
K/Na-hlutfallið sýni skarpari línur. Hefði verið fróðlegt að
fylgjast lengur með henni og raunar öllum kúnum, en á því
voru engin tök að þessu sinni.
Vegna mjög mikils mismunar á pH gildi, styrk og styrk-
hlutfalli málmjóna, einkum K+ og Na+, í þvagi manna og
skepna er ekki ólíklegt að samspil milli þessara þátta og hor-