Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 39
ist ekki um auðugan garð að gresja varðandi samsvarandi
rannsóknir á þvagi nautgripa. Má ætla þvagrúmmál kúa
við nútíma fóðrun og aðbúnað sé um 10—12 lítrar á grip á
dag að mieðaltali (Magnús Óskarsson, 1965) og þá um 8—10
1 í geldstöðu, en 12—16 1 fyrir mjólkandi kýr. Lætur þá
nærri að meq K/1 séu um 190—250 og meq Na/1, um 10—
20 bæði hjá geldum kúm og mjólkandi að meðaltali sam-
kvæmt Paquay et. al., (1969).
Paquay et. al. (1969) vekur máls á því í sambandi við kalí-
þörf mjólkurkúa að K í saur og þvagi vaxi með auknu þurr-
efnisátmagni og sömuleiðis að þörf fyrir köfnunarefni (gNx
6,25=g protein) og kalí séu mjög háð hvort öðru. Þannig
fylgist N og K tap með þvagi að (r=0.695##) og sömuleiðis
er K magn í þvagi háð N-magni í fóðri (r=0.701##). Eru
því líkur á að kalítap í þvagi hafi að öðru jöfnu verið meira
hjá þeim kúm, sem fengu kalílága heyið en hinumi (nr. 12
og 25) vegna hærra próteininnihalds (sjá töflu 3). í þessari
athugun voru gerðar 12 efnagreiningar á K og Na í mjólk á
tímabilinu 7—11 dögum eftir burð hjá kú nr. 32. Eins og
sjá má af mynd 5a náði þetta tímabil yfir það tímabil sem
mestar sveiflur voru á mjólkurmagni kýrinnar, auk þess,
sem henni var gefið kalí frá 13. degi eftir burð. Virtist kalí
og Na magn mjólkurinnar vera með öllu óháð mjólkur-
magninu, þótt nokkrar sveiflur væru. Að meðaltali reyndist
kalímagnið 1.51 g/1, en Na 0.51 g/1, sem kemur vel heim
og saman við erlendar niðurstöður (Paquay et. al. 1969; Ag-
ric. Res. Coun., 1965).
Sasser et. al. (1966) fann engan niiun á kalíinnihaldi
mjólkurinnar hvort sem kalímagn fóðursins var meira eða
minna. Þótt þetta sé ekki öldungis einhlítt (Pradhan og
Hemken, 1968) má ganga út frá því sem nokkuð vísu að svo
sé í flestum tilfellum. Út frá niðurstöðum þessum ásamt
samantekt á nýjustu erlendum tilraunum (Thompson,
1972) gefur í töflu 11 að líta sennilegustu lámarkskalípró-
sentu sem þarf að vera í heyi, miðað við kýr fóðrist samr
kvæmt nyt og að kjarnfóðrið innihaldi 0.5% kalí.
Það viðurkennist, að án hjálpar erlendra niðurstaðna
11