Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 57
fjárræktarfélaganna. Lambhrútar, sem hljóta mjög góða
dóma fara flestir á hrútauppboð, sem haldin eru skömmu
eftir samdómana. Oft kom(a bændur úr fjarlægum lands-
hlutum á uppboðin til þess að kaupa nýtt blóð inn í stofn-
inn hjá sér. Verð getur orðið mjög hátt á einstaka lambi og
meðalverðið síðustu árin hefur verið 10—15 þúsund. Ein-
staka lambhrútar hafa selzt á milli 40—50 þúsund. Á þessum
uppboðum eru stundum boðnir upp 1 og 2ja vetra hrútar
og gimbrar.
o o
Sœðingar:
Sæðingar með fersku sæði hafa verið stundaðar síðan 1962,
reyndar aldrei í stórum stíl. Hefur þessi starfsemi gengið
vel 75—85% sæddra áa hafa fest fang, en það skal tekið fram,
að yfirleitt er hver ær sædd tvo daga í röð. Djúpfrysting á
hrútasæði hófst 1967 að vísu í mjög smáum stíl. Hefur þessi
aðferð verið að þróast smáml saman og árangur fer sífellt
batnandi. Er nú svo komið, að ca 55% af sæddum ám festa
fang. Samkvæmt síðustu upplýsingum er nú von á mun
betri tækni og ekki talið nema tímiaspursmál hvenær djúp-
fryst sæði gefur jafngóðan árangur og ferskt sæði.
Stór hluti sæðingahrútanna, eru lambhrútar og er þá
gegnum sæðingarnar og skýrsluhaldið hægt að fá afkvæma-
dóma á þá og aðeins þeir allra beztu eru notaðir áfram.
NAUTGRIPARÆKT
Veruleg fækkun hefur orðið á nautgripum í Svíþjóð síðustu
áratugi, einkum og sér í lagi mjólkurkúm. Á árabilinu frá
1950—1970 fækkar nautgripum úr 2,6 millj. í tæplega 2,0
millj. og á sama tíma fækkar kúm hvorki meira né minna
en um helming úr 1,6 millj. í ca. 800 þús. Er nú svo komið
að Svíar þurfa að flytja inn verulegt magn af mjólkurvörum.
Kjötframleiðsla af nautgripum hefur nokkuð aukizt og tals-
vert er um holdanautarækt og framleiðslu holdanauta-
blendinga.
59