Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 59
stöðugt vegna minni afurða heldur en fást af öðrum kynj-
um. Þungi fullorðinna kúa ca 450 kg. S.J.B.-kynið eða sænsk-
ir Jersey nautgripir eru ættaðir frá eyjunni Jersey í Erma-
sundi og er þetta kyn þekkt um allan heim og þá sérstaklega
fyrir mjög feita mjólk. Þetta er mjög einkennandi mjólkur-
kyn smávaxið og holdlítið. Þungi fullorðinna kúa um 400
kg.
Hverju þessu kyni hefur verið haldið sem mest hreinu
fram undir þetta. Nú er hins vegar hreyfing í þá átt að
blanda kynjunum meira og minna saman. Hafa nokkrar til-
raunir verið gerðar í þessu sambandi og hafa blendingskýrn-
ar verið til muna heilsuhraustari en hreinkynja kýr. Sér-
staklega er áberandi betri frjósemi, en ófrjósemi í mjólkur-
kúm er mjög stórt vandamál. Síðustu ár festu aðeins 53—
54% kúa fang við fyrstu sæðingu og af kúm, sem eru felldar
eru 28% þeirra felldar vegna þess að þær eru kálflausar.
Skýrsluhald:
Fjöldi skýrslufærðra kúa hefur verið svipaður um nokkurn
tíma en vegna kúafækkunarinnar eru sífellt fleiri % kúa á
skýrslu og voru 1970 rétt um 50%. Afurðirnar aukast líka
jafnt og þétt og hafa aukist að jafnaði um 92 kg á ári síðustu
árin.
Mjólkurmagn og fita er mælt einusinni í mánuði en til
þess að bændur séu nákvæmari við mælinguna eiga þeir
Tafla 1. Afurðir einstakra kynja árið 1970.
Kyn % af skýrslu færðum kúm Meðalnyt kg mjólk Meðal- fita % Fitu- ein- ingar
S. R. B 65,5 5,059 4,13 20,900
S. L. B 21,7 5,571 3,97 22,100
S. K. B 3,0 3,903 4,41 17,200
S- J- B 1,6 3,735 5,78 21,600
Meðaltal 5,111 4,13 21,100
61