Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 67
eftir að dálítil landspilda var friðuð þar fyrir nokkrum, ára-
tugum.
Lögmannshlíð í Glœsibœjarhreppi.
„Skógur að kalla gjöreyddur og er nú eftir einasta rif-
hrís“.
Núpufell i Saurbcejarhreppi.
„Skógur hefir áður verið mikill og góður, sem fallinn er
fyrir meira en 80 árum“.
Hér má bæta við, að nokkrar jarðir í Eyjafirði áttu skóg-
arítak í Núpufellsskógi.
1.23.
Mikil vitneskja um útbreiðslu skóganna fæst af örnefnum.
Er óþarft að rekja einstök dæmá um það, slíkur fjöldi sem
af þeim finnst í öllum landshlutum.
1.24.
Kolagrafir eru ákaflega víða, þar sem skógur finnst nú eng-
inn. Svo er t. d. í minni sveit á stórum svæðum, þar sem nú
sést aðeins nakin fjallshlíð.
1.25.
En einhver öruggasta vitneskja, sem hægt er að fá um út-
breiðslu skóganna fyrr á öldum, fæst með frjógreiningu.
Frjókorn plantna eru þeirrar náttúru, að þau varðveitast
um aldur og ævi í mýrum, tjörnum eða vötnum. Dr. Þor-
leifur Einarsson, jarðfræðingur, sem fengizt hefir manna
mest við frjógreiningu hér á landi, kemst svo að orði (1962):
„Ár eftir ár, öld eftir öld, falla jurtir og visna. Jurtaleif-
arnar mynda síðan með tímanum mó, þar sem jarðvatns-
staðan leyfir. En það eru ekki eingöngu frjókorn vind-
frævaðra jurta, sem lenda í móamýrunum og varðveitast þar,
heldur skila einnig skordýrafrævaðar jurtir, sem vaxa í mýr-
unum eða nágrenni þeirra, nokkrum hluta frjóframleiðslu
sinnar í lífrænt set mýranna. Frjóhlutfallið á hverju árslagi
mósins samsvarar nokkurn veginn gróðrinum, sem óx í mýr-
inni eða nágrenni hennar. Það má því segja, að frjóregnið
skrái á þennan hátt gróðurfarssögu umhverfisins á hverjum
69