Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 70
ekki verður á þeim villzt. Kolanám þetta hefir verið ótrú-
lega mikill þáttur í landbúnaði á íslandi, eins og ég gef
hugmynd um hér á eftir.
F.r tréð hafði verið fellt til kolagerðar, var það stýft nið-
ur í litla búta og fært í kolagröfina. Úr hverri gröf fengust
6—10 tunnur viðarkola, sem var hin verðmætasta vara til
rauðablásturs á fyrstu öldum Islandsbyggðar, járnsmíða og
ljáadengslu.
Sæbjörn á Hrafnkelsstöðum, sem fyrr var neíndur, segir
frá mikilli kolagerð í Fljótsdal. Hann kvað mikið af þeim
hafa verið selt gegn sjávarvöru í fjarðasveitir við háu verði.
En því miður hefir mér ekki tekizt að afla upplýsinga um
það í peningum.
Dr. Þorleifur Einarsson skrifar (1962): „Til rauðablást-
urs þurfti mikinn við, en meginhluti þess járns, sem til
smíða fór, mun hafa verið unninn úr mýrarrauða fram á 15.
öld a. m. k.“. (Leturbreyting hér).
Kannski mun meginhluti af viðarkolum landsins, þegar
á leið, hafa verið notað til þess að hita upp gömlu, íslenzku
ljáina fyrir dengslu. Nýlega hefir Þórarinn Þórarinsson,
fyrrum skólastjóri á Eiðum, gert á því athugun, hvern þátt
kolagerðin átti í eyðingu íslenzku biriskóganna. Niðurstaða
hans er ótrúleg, en mér sýnist hún verði vart hrakin: Allt
fram á síðustu öld þurfti að fella um 400 ha birkiskógar —
um 2/% af stærð Hallormsstaðaskógar eða allan Þórðarstaða-
skóg í Fnjóskadal — til þess að framleiða þau viðarkol, sem
þurfti til þess að geta dengt alla ljái á íslandi!
Miðað við afköst í skógarhöggi með nútíma véltækni,
hefir gífurlegt vinnuafl verið bundið í þessari starfsemi í
skógarsveitum landsins. Það hafa verið mörg hundruð, et
ekki þúsundir ársverka.
Fyrir kolagerðina voru íslenzku birkiskógarnir um aldir
svo sannarlega „stoð við bak bóndans“.
En um 1880 gerðist lítill atburður, sem í einu vetfangi
tók fyrir þessa starfsemi: Torfi í Ölafsdal tók að flytja inn
skozku lénisljáina, sem ekki þurfti að hita upp með viðar-
kolum fyrir dengslu.