Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 72
að þeir gerðu sér snemma grein fyrir vissum náttúrulögmál-
um. Hirðingjaþjóðir eru dæmi um liið gagnstæða. Þær
stunduðu oftast rányrkju. Fram á þessa öld hafa Islending-
ar farið fram eins og hirðingjaþjóð í kvikfjárrækt sinni,
þótt menn hafi hér haft fasta búsetu á jörðum sínum.
Það er ekki fyrr en á síðasta mannsaldri, að sá skilningur
er almennt að skapast meðal íslenzkra bænda, að hinn villti
gróður landsins er auðlind, sem ekki er endalaust hægt að
ausa úr, meðan engu er til kostað honum til viðhalds. Um
leið og þessi staðhæfing er sett fram, er auðvitað skylt að
taka skýrt fram, að þetta ber ekki að taka sem ásökun á fyrri
kynslóðir íslendinga. Nákvæmlega sömu sögu má segja af
svo fjölmörgum öðrum kvikfjárræktarþjóðum fyrri tíma.
Þær vissu ekki betur.
Með gerð gróðurkorta af landinu, þar sem stœrð og gœði
gróðurlendanna eru ákvörðuð, er lagður grundvöllur að
skynsamlegri nýtingu þessarar miklu auðlindar landsins,
sem þó er nú ekki nema svipur hjá sjón fyrri tíma, svo sem
ég rakti lítillega í upphafi.
1,5.
En hverfum nú aftur í skógana, sem eftir eru á íslandi. Tím-
ar eru breyttir frá því, sem áður var, um skógarnytjar. Á
þessum árum eru engin bein not þeirra, nema það litla
skógarhögg, sem á sér stað í Fnjóskadal og á Hallormsstað.
Við tveir skógarverðir á þessum stöðum erum einu menn á
íslandi í dag, sem hitum hús okkar upp með íslenzku birki.
Að öðru leyti er birkiviður ekki lengur notaður nema til
þess að reykja hangikjiit á nokkrum stöðum í landinu og
sardínur á Oddeyrartanga og lítill hópur fólks, einkanlega
á Reykjavíkursvæðinu, ornar sér við arineld, kveiktan af
birki úr Hallormsstaða- eða Vaglaskógi. Loks nota bændur
á Austur- og Miðnorðurlandi girðingarstaura úr birki, og
smávegis er notað til smíða hér og þar.
2,0.
Hins vegar er hafin skógrækt í nýjum stíl á nokkrum stöð-
um á landinu. Enn sem komið er er hún bundin við fá
74