Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 74
i þess konar ræktun er þess ekki kostur að dekra við ein-
staklinga né leggja mikil efni í hana. Fyrir því verður að
stunda hana einungis á þeim svæðum, þar sem plönturnar
geta að miklu leyti séð um sig sjálfar. Það getur í hæsta lagi
verið um að ræða lítils háttar áburðargjöf og graseyðingu.
í eiginlegri nytjaskógrækt í þrengsta skilningi, þar sem fram-
leiðsla viðar er markmiðið, ber ræktunin ekki nema mjög
takmarkað af slíkum kostnaði.
Annars eðlis er sú skógrækt, sem tengd er útiviscarsvæð-
um almennings. Þar ráða önnur sjónarmið en viðarfram-
leiðsla og þar miá gjarnan leggja mikil efni í ræktunina, ekki
ósvipað og gert er í trjárækt. Slíkt er á hverjum tíma maís-
atriði þeirra, sem kosta hana.
2,2.
Ég vík þá að þessari nýju tegund ræktunar, sem byggist á
innflutningi trjátegunda til landsins. Fyrst rek ég forsend-
urnar fyrir slíkum innflutningi.
2,21.
Skilyrði til vaxtar jurta- og trjágróðurs á tilteknu landsvæði
eru fyrst og fremst dæmd eftir tegundunum, sem þar vaxa
og uppskeru af þeim. Gróðurríki íslands er fáskrúðugt, að-
eins um 430 tegundir háplantna eru taldar íslenzkar. Þar
af eru um 90 innfluttar frá landnámsöld. Þetta eru meira
en helmingi færri tegundir en vaxa við áþekk veðurskilyrði
vestan hafs og austan. ísland geldur þessarar tegundafæðar,
þegar vaxtarskilyrði landsins eru dæmd.
Fyrir 35 árum kom út ritgerð eftir Steindór Steindórsson,
grasafræðing og fyrrv. skólameistara, þar sem hann varpaði
fram þeirri hugmynd, að einhver hluti af núverandi gróður-
ríki Islands hefði lifað af síðustu ísöld, þar eð ákveðin svæði
landsins hefðu verið íslaus. Samia ár komst Sigurður Þórar-
insson, jarðfræðingur, að scimu niðurstöðu en út frá öðr-
um forsendum. Athyglisvert var, að þessi nýstárlega hug-
mynd tveggja vísindamanna í ólíkum greinum skyldi koma
fram sama ár og Jteir fengið liana hvor frá sínum sérstaka
70