Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 91
áætlunum viðkomandi tilrauna. Við athugun á tölunum
sézt að ekki virðist vera augljóst samhengi milli kals og
áburðarnotkunar og hinir mjög svo stóru áburðarskammt-
ar í tilraun nr. 22—54 virðast síður en svo auka kalið. Kann
að vera að lega landsins dylji hér hugsanleg áhrif áburðar-
skammtanna, vegna þess að hún sé meira afgerandi varð-
andi kalið en tilraunameðferðin.
Hér að framan hefur nú verið reynt að bera saman kal og
mismunandi áburðarmagn í tilraununum og benda þessar
athuganir til þess að lega svellanna ráði algjörlega hvar
kelur. Slíkt kal verður því erfitt að varast. Nú hefur kal
ýmsar orsakir og ekki er loku fyrir það skotið, að mismun-
andi áburðargjöf hafi mun meiri áhrif á kal ef það er af
öðrum rótum runnið, en að jörð hafi verið svelli lögð um
lengri tíma. Til dæmis er þess getið í Skýrslum Tilrauna-
stöðvanna 1955—1956 að á Reykhólum hafi gróður sölnað í
vorfrostum, eftir hlýindi í apríl og maí. Kom þá í ljós, að í
tilraun 13—54, sem var með vaxandi skammta af N,P og K,
upp í 300 kg N /ha, kól áburðarlausa reiti ekkert en kalið
óx koll af kolli upp að stærsta áburðarskammti.
I töflu 2 er sýnd tilraunaáætlun og kalmat á tilraunareit-
um með mismunandi N-áburðartegundir. Hér er allgreini-
legt að strax 1951 og 1952 fer stækjureiti að kala umfram
aðra reiti, en 1962 og 1970 er kalið jafnmikið eða meira í
þeirn reitum, sem fengu engan eða lítinn N-áburð. Árið
Tafla 2. Kalskemmdir í tilraunum með N-áburð. Arin 1962
og 1970 er gefið prósent kal. í öðrum árum krossar ef kalið er,
og því fleiri krossar, sem kalið er meira.
Tilr.- nr. Tilr,- heiti Tilr,- liðir Tilr,- meðferð 1951 1952 1962 1970
5-45 Samanb. á N-áburðar- tegundum a b c d e Ekkert N Kjarni 82N Stækja 82N Kalksp. 82N Kjarni 55N X X X XXX X X X 37 26 35 11 29 47 29 31 27 34
93