Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 92
1962 kelur minnst í kalksaltpétursreitunum. Sýrustig stækju-
reitanna lækkar fljótlega eftir að tilraunameðferð hefst
(Skýrslur Tilraunastöðvanna 1957—1958), grösin dafna illa
og kalið grisjar sáðgresið, en snarrrót og vallarsveifgras
verða algjörlega ríkjandi. Hinn nýi gróður, sem í þessum
reitum vex, kann að valda því að stækjureiti kelur ekki meir
en aðra reiti á seinni árum. Hins vegar er allljóst að kalk-
saltpétursreitirnir standa sig nokkuð betur 1962 en kjarna-
reitir og miklu betur en stækjureitir. Aftur á móti er lítill
munur á reitum í kalinu 1970. Kemur hér enn að því að í
kalári eins og 1970, þar sem svellalög réðu kali, hefur áburð-
arnotkun hverfandi áhrif á kalið, líka áburðartegundir.
Hér að framan var greint frá því að ein tilraunameðferð
virtist ekki hafa skorið sig úr umfram aðra sem sérstaklega
kalsækin, en hins vegar virtust einstakir reitir, án tillits til
meðferðar, vera sérstaklega kalsæknir. Var ákveðið að rann-
saka þetta ögn nánar. Rannsókn þessi var framkvæmd á
þeim tilraunum, sem a. m. k. hafði kalið þrisvar samkvæmt
skráðum heimildum, og reyndust þær átta að tölu. Kom í
ljós, að einstakir reitir skáru sig úr sem miklir kalreitir og
kól flest ár, sem tilraunin varð fyrir einhverju áfalli, og
voru þeir þá einnig í röð þeirra, er mest kól árin tvö, sem
nákvæmara mat var gert. Ekki var þetta þó einhlítt nema
þau ár, sem mikið kól (1952, 1962, 1966 og 1970), í minni
kalárum (1951 og 1967) voru stundum kalskemmdir ein-
ungis í reitum, sem annars skemmdust lítið. Ber hér enn að
sama brunni, það eru reitir í lægðum tilraunalandsins, sem
kala, sömu reitirnir öll þau ár, sem kal er umtalsvert. Bend-
ir þetta til þess að meiriháttar kal sé yfirleitt svellakal, en
að minni kalskemmdir, eins og árin 1951 og 1967 kunni að
eiga sér aðrar orsakir, enda kelur aðra reiti þá en hin árin.
Þó kalið í Tilraunastiiðinni 1962 væri nokkuð víðtækt, var
það þó aðeins í fáum tilraunum verulega mikið. Hins vegar
gefur hið ágæta kalmat þetta ár, tækifæri til að bera kalið
þá rækilega saman við kalið 1970. Var því í sex tilraunum
reiknuð út fylgni kalskemmdanna 1962 og 1970. Urðu nið-
urstöður þessar: