Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 97
liðameðferð, sé í ákveðnu talnasafni. Því meiri sem sveifl-
an er, því hærra verður meðalfrávikið og má vel hugsa sér
að svo verði í kalárum. Þetta hefur verið athugað í fjórum
tilraunum, í tilraun 4—38 og 5—45 yfir tímabilið 1946—
1971 og tilraun 2—50 og 3—50 yfir tímabilið 1951 — 1971.
Virðist svo sem meðalfrávikið væri yfirleitt allhátt í mikl-
um kalárum en ekki skáru lítil kalár eða ár eftir mikil kalár
sig úr á neinn hátt. Einnig voru nokkur ár, sem kals var
ekki getið, en með óeðlilega hátt frávik, sem þá kann að
hafa skapazt af einhverri ónákvæmni eða skekkju í tilrauna-
starfseminni. Munurinn á kalárum og kallausum árum var
öllu gleggri í fyrri slætti heldur en í samanlögðum fyrri og
seinni slætti, og er það skiljanlegt, þar sem kalin tún ná sér
oft allmikið í seinni slætti á kalárinu. Fyrir fyrri slátt í þess-
um fjórum tilraunum var reiknað meðaltal meðalkvaðrata
til samanburðar á miklum kalárum og öðrum árum. Saman-
burðurinn á meðalfráviki þessara tveggja árhópa varð sem
hér greinir:
Tilraun nr. Mikil kalár Önnur ár
4-38 9,28 6,74
5-45 5,99 5,92
2-50 5,85 5,46
3-50 8,45 5,58
Sést á þessu að meðalfrávikið er alltaf hærra að meðaltali í
miklum kalárum heldur en í öðrum árum. Kalskemmdirnar
geta því haft alvarlegar afleiðingar á tilraunastarfsemina,
þar sem sveifla uppskerutalna vex og getur þetta mikið til
dulið áburðaráhrifin eða önnur áhrif, sem verið er að kanna,
og glögglega koma fram á ókölnu landi.
Greinilega hefur komið í ljós hér að framan, að kal-
skemmdir leggjast oft ójafnt yfir landið. Eru kalskemmdir
oft mjiig óreglulegar, en stundum liggja kalrákir þvert
yfir raðir, stundumi þvert yfir dálka. Fer þetta mest eftir
99