Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 106
við það sem raunverulega á sér stað hjá bændum, og er gott
til þess að vita, því að hið gagnstæða er því miður ekki alveg
dæmalaust.
Þrátt fyrir þetta verður þó að láta þá kosti, sem á móti
koma njóta sannmælis. Langar miig nú til að spyrja ykkur
góðir fundarmenn hvort þið sjáið slíku þurrefnistapi mót-
vægi. Eru ekki til að mynda líkur til þess að skepnurnar eti
fullt eins mikið af bliknuðu eða ornuðu heyi eins og sams
konar grænverkuðu heyi — eða jafnvel meira? Svar mitt er já-
kvætt, þótt vert væri að rannsaka þetta atriði nánar. Sé svo,
þá hefur skepnan einnig innbyrgt meira steinefnamagn en
ella og er því að líkindum ekki eins hætt við steinefnaskorti
að öðru jöfnu. Væri gaman í þessu sambandi að leiða hugann
að þeim gömlu og góðu dögum, þegar kýrnar komust allt
upp í 18 eða jafnvel 20 merkur í mál á heyfóðri einu saman
og það án þess þeim yrði meint af.
Ástæðurnar gætu verið eftirfarandi:
1. Kjarngott hey af túni, sem fengið hefur lítinn sem eng-
an tilbúinn áburð, en nóg af skít og þannig e. t. v. við-
haldið smáragróðri.
2. Kýrnar vanar tómu gróffóðuráti frá fyrstu tíð og því
rýmismiklar.
3. Heyið bliknað er oft mjög lystugt og kýr koma meiru í
sig af þurrefni af þannig heyi.
4. Kýr voru þá heldur smávaxnari og þurftu því heldur
minna til viðhalds.
Allt þetta gerði það að verkum að sumar hverjar kýrnar
komu í sig fári af heyi og hefur Ólafur Jónsson á Akureyri
tjáð mér að hann muni eftir því að kýr hafi innbyrgt ein 18
kg af heyi á dag. Þarna gæti verið um að ræða u. þ. b. 10—11
FE. Ef kýrin hefnr þurft til viðhalds 3,3—3,5 FE, þá gat hún
mjólkað ca 18 lítra. Ef luin var sérlega nýtin á fóður þar að
108