Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 107
auki, er ekki óhugsandi að hún hefði getað nálgast 20 kg og
haldið holdum, eða þá lagt lítillega af meðan mest var
mjólkin. Með svona miklu heyáti er próteinþörfinni full-
nægt og í langflestum tilfellum steinefnaþörfinni líka. Að
sjálfsögðu voru svona kýr undantekningar þá, rétt eins og
kýr nú til dags, sem geta haldið 35 kg dagsnyt í lengri tíma.
Nú eru hins vegar breyttir tímar, tímar grasköggla, kjarn-
fóðurs og tækni og er því sjálfsagt, enda vorkunnarlaust í
langflestum árum að verka vel hey. Heyefnagreiningarþjón-
ustan er svo tækið, sem nota ber til að geta valið rétt kjarn-
fóður og steinefni, auk þess sem orkugildi kemur til með að
verða ákvarðað í sama mæli eins og fram kemur hér á eftir.
SÉRATHUGUNARBÆIR - SAB-RANNSÓKN
Til frekari skýringa á þessu fyrirbæri leyfi ég mér að vitna
til tveggja síðustu tölublaða Ársritsins. Rannsókn þessi hófst
vorið 1970, þannig að nú liggur fyrir meiri hlutinn af niður-
stöðum þriggja ára. Ýmsum upplýsingum var erfitt að safna
á fyrsta ári, einkum vegna þess hve mörg túnkort vantaði og
verður því fyrirsjáanlega erfitt að nota sumar af niðurstöð-
um fyrsta árs í heildaruppgjörinu.
Síðastliðið sumar var nýjum þætti bætt inn í rannsókn
þessa, en það var sérathugun á vallarsveifsgrasi til að fá
sambærilegri mynd af því hvernig efnamagn breyttist eftir
héruðum og milli ára. Verður nánar sagt frá þessu í heildar-
uppgjöri þegar þar að kemur.
Þá voru gerðir ýmsir minni háttar útreikningar í sumar
á þeim tölum, sem fyrir lágu.
Sótt var um framhaldsstyrk hjá Atlantshafsbandalaginu
þriðja árið í röð.
í töflu 4 eru gefnar nokkrar meðaltalstölur úr SAB-rann-
sóknum án frekari athugasemda að svo stöddu.
109