Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 114
vantssýslum virðist kalímjagnið nokkru hærra, en hefur þar
þó lækkað líka á síðustu árum eins og sú athugun sýndi,
sem gerð var á samanburði niðurstaðna jarðvegsefnagrein-
inga í Holts og Skarðshreppi á sýnum teknum 1965 og 1970,
og sagt var frá í síðasta hefti af Ársritinu og getið er um
hér að framan í sambandi við lækkun á kalímagni á Ár-
skógsströnd. Fosfórmagn í jarðvegi virðist nokkuð svipað í
öllum sýslum að meðaltali og sæmilega hátt. Hér segir með-
altalið þó ekki allan sannleika þar eð veruleg dreifing er á
niðurstöðum. Til eru einstöku bæir þar sem fosfórmagn
er lágt í öllum túnspildum, sem bendir til þess, að þar sé
nm of sparaðnr fosfór og aldrei svo mikið borið á, að forði
náist að myndast í jarðveginum. Nýbrotið land er yfirleitt
mjög fátækt á fosfór og miér sýnist af þeirri reynslu, sem
fengist hefur á undanförnum árum með efnagreiningum,
að erfitt sé að fá þessar nýræktir í viðunandi forfórástand
og þá væntanlega sómasamlega rækt, nema að bera á veru-
legt magn af búfjáráburði í upphafi og síðan fyrstu árin
stóra skamimta af tilbúnum fosfóráburði. Ef þannig er búið
að túnunum í upphafi og ekki eru notaðir óhófsskammtar
af köfnunarefni tryggjum við endingu þeirra, og meira ör-
yggi í uppskeru heldur en verið hefur undangenginn ára-
tug.
Á síðastliðnum vetri var hafin efnagreining á magníum-
magni jarðvegsins, og var þetta efni mælt í öllum þeim sýn-
um, sem til stofunnar bárust. Áður hafði verið mælt magn
af magníum í nokkrum sýnum úr Bárðardal. Það sem sjá
má af mieðaltölunum í töflu 4 er, að magníummagnið virð-
ist nokkrn lægra í Suður-Þing. en í öðrum sýslum. Ekki er
þó eins og stendur hægt að segja að þetta magn sé of lágt
þar sem lítið hefur verið athugað samspil magníummagns
í jarðvegi og annarra þátta, svo sem magníummagns í heyi,
heilbrigði búfjár o. s. frv. Að öðru jöfnu má þó ætla að lágt
magníummagn í jarðvegi leiði til lágs magníummagns í heyi
og þar með hugsanlega á magníumlskorti í búfé. Ber því að
vera vel á verði hvað þetta snertir í Þingeyjarsýslu.
116