Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 117
ingjum sínum íslenzkum. Fékk hann þá áhuga á að vera
hér lengur og vinna. Svo stóð þá á hjá okkur á R. N., að við
höfðum nýlega hafið athugun á því í alvöru að hefja melt-
anleikaákvarðanir á heyi og hafði okkur borist tilboð frá
Landbúnaðarháskóla í Skotlandi að koma þangað og kynn-
ast þessari starfsemi þar. Var það nú afráðið að ráða Eng-
lendinginn til starfa og skyldi hann fara til Skotlands og
kynnast aðferðum þar til mælinga á meltanleika heys og
annars fóðurs. Ætlunin er svo að Derek vinni að því að koma
þessari meltanleikaákvörðun upp hjá R. N. í vetur, en vinna
annars tilfallandi störf hjá stofunni næsta ár. Síðast liðinn
vetur starfaði ég aðeins að hluta við stofuna með kennslu
við MA. Frá maílokum vann ég þar fullan vinnutíma og
verður svo væntanlega um sinn.
Öllu samstarfsfólki vil ég þakka ánægjuleg samskipti og
vel unnin störf fyrir Rannsóknarstofuna.
LOKAORÐ
Nú hefur Rannsóknarstofa Norðurlands starfað rúmt ár í
nýjum húsakynnum og er þá ekki úr vegi að líta yfir hvernig
betra húsnæði hefur reynzt og hvaða möguleika hin bætta
aðstaða okkar hefur upp á að bjóða í framtíðinni. Fyrst vil
ég þó víkja ögn að grundvelli þessarar starfsemi, sem unnin
er á vegum R. N. Samkvæmt reglugerð Ræktunarfélags
Norðurlands er einn megin tilgangur þess, að útbreiða með-
al almennings þekkingu um landbúnað. Þannig hefur þessi
aðaltilgangur félagsins verið frá upphafi eða eins og fyrsti
formaður félagsins, Páll Briem amtmaður orðaði það: Fé-
laginu er ætlað að flytja vísindin inn á hvert heimili. Um
síðustu aldamót gerði Páll Briem sér það fullljóst, að grund-
vallaratriði fyrir bættum hag bænda, væri aukin þekking
þeirra á því, sem að búskapnum laut. Nú vildu kannske
margir segja. að þegar svo lengi væri búið að færa þekking-
una, vísindin, út til bænda og búaliðs, þá myndu brátt nóg
vísindi. Ekki er málið þó svo einfalt. Víst hefur margt og
119