Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 12
rannsóknirnar upp út frá þörfum manna t. d. á mat, hús- næði, klæðnaði, tómstundaiðju o. s. frv. Þróun í áttina að sérhæfðum rannsóknum og undirstöðurannsóknum hefur hins vegar óhjákvæmilega haft í för með sér samvinnu ólíkra sérgreina, bæði laus- og fastbundina sem spanna þvert yfir báðar fyrrnefndar skiptingar. Ráðið hefur því kosið að skipa rannsóknasviðunum niður á þann hátt að byrja á þeirri undirstöðu, sem náttúran leggur mönnum í hendur undir ræktun jurta og aðra hugs- anlega hagnýtingu lands. Síðan taka við þau verksvið, þar sem þessi undirstaða ásamt þekking á lögmálum lífsins og tæknilegum hjálpartækjum nýtast í ræktuninni. Sú framleiðsla i'ir jurtaríkinu, sem menn neyta ekki beint eða nota óbreytta á annan hátt, gengur síðan áfram í fóður húsdýra eða til iðnaðar og ýmis rannsóknasvið fylgja þeim eftir. Að lokum koma svo þau rannsóknasvið, þar sem hinn mannlegi þáttur er tekinn fyrir, t. d. pólitískar hliðar við framleiðslu matvæla og önnur þjóðfélagsleg vandamál land- búnaðarins. í þessari skiptingu er sérhvert rannsóknarverk- efni, sem álitið er brýnt að sinna, rætt innan rannsókna- sviðs síns. Jafnframt er lögð áherzla á, að fjölmörg hinna hefðbundnu verkefna eru nauðsynleg eftir sem áður. Leitast er við að sundurliða sem mest, á hvaða verkefni landbúnaðarrannsóknir eigi að beita kröftum sínum í ná- inni framtíð, en að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að ný sjónar- mið eigi aðgang, eftir því sem framtíðin og þróunin leiðir þau í ljós. Með því móti er þess vænzt, að áþreifanleg um- gjörð fáist um þau tímabundnu verkefni, sem verið er að vinna að. Hér á eftir verða talin upp þau rannsóknasvið, sem nefnd eru í álitsgerðinni. Mörg þeirra eiga jafnt við á Islandi og í Noregi, en önnur kalla lítið eða ekki að hér á landi. Þar njótum við og gjöld- um norðlægrar legu landsins, veðurfars og einhæfari bú- skaparhátta, sem af því og fámenni þjóðarinnar leiðir. Til skýringar og útfyllingar á því, hvað felst í hverju 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.