Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 50
Tafla 2. Niðurstöður jarðvegsefnagreininga á sýnum úr
tilraun nr. 5—45. Sýni tekin haustið 1969.
Tilr.- liður PH Fosfór mgP/100 g jörð Kalí meq/100 g jörð Kalsíum meq/100 g jörð Natríum meq/100 g jörð
a 5,5 11,3 1,7 11,0 0,60
b 6,2 6,8 0,5 13,0 0,85
c 4,5 24,2 0,8 4,0 0,45
d 6,4 8,8 0,6 22,0 1,25
a. m. k. 25 ár, að undanteknum þó að sjálfsögðu reitum
þeim, sem búfjáráburð fá í tilrauninni samkvæmt tilrauna-
áætluninni. Þessi tún eru nokkuð þurr en þó ekki svo að
túngrösum hafi hætt við ofþurrki. Mælingar á rakamagni
jarðvegsins höfðu, er hér var komið sögu, verið gerðar á
þessu túni, rétt við tilraunirnar og sýndu þær mælingar
(Veðráttan 1970), að rakamagn jarðvegsins sumarið 1970
var mjög hagstætt.
1 töflu 2 er yfirlit yfir efnamagn í tilraunareitum tilraun-
ar nr. 5—45, sýni tekin haustið 1969. Gróðurathugun á reit-
um sömu tilraunar sýndi að í reitum, sem fengið höfðu
kjarna og kaltsaltpétur, er háliðagras ríkjandi, en nær horf-
ið úr stækju- og köfnunarefnislausum reitum. í þeim reit-
um er aftur á móti einkum snarrrót, túnvingull og vallsveif-
gras. Ekki hefur verið gerð gróðurgreining á einstökum
reitum í tilraun nr. 136—63 en gróður þar er einkum snar-
rót, vallarsveifgras og háliðagras.
Sýnin voru tekin í koparhringi 2,5 sm á hæð, sem þrýst var
niður í jörðina og síðan skornir lausir. Rúmmál moldar-
innar í hverju sýni var 50 sm3. Sýni voru tekin í mismun-
andi dýpt, í sumum tilvikum allt í 25 sm dýpi. Af sýnum til
ákvörðunar mordýra og mjaura voru teknar tvær endurtekn-
ingar, en aðeins eitt sýni til ákvörðunar þráðorma. Ákvörð-
un á fjölda dýra í hverju sýni var framkvæmd samkvæmt að-
ferð, sem ýtarlega er lýst í grein Helga Hallgrímssonar í
54