Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 30
tölulega heimildir eru æskilegar og mundu t. d- auðvelda mjög könnun á áhrifum veðurfars á kal. Enda þótt kals hafi gætt alls staðar á landinu, hafa viss svæði á Norðurlandi orðið fyrir mestum skakkaföllum. — Meðal annars þess vegna verður hér á eftir lögð meiri áherzla á útbreiðslu kalskemmda á norðanverðu landinu heldur en í öðrum landshlutum. Mun hér í heild leitazt við að gera grein fyrir eftirtöldum þremur þáttum er að kal- vandamálinu lúta: 1. Tíðni kalára á þessari öld- 2. Sveifla í heyfeng og heytap vegna kalskemmda á þessari öld. 3. Utbreiðsla kalskemmda í nokkrum hreppum á Norður- landi á árunum 1960—1972. Augljóslega leiðir þessi rannsókn ekki til neinna hag- nýtra úrlausna á vandamálinu, en hefur helzt sögulegt gildi og er ætlað að vekja athygli á tíðni og útbreiðslu kal- skemmda á Norðurlandi, og gæti auk þess orðið öðrum að einhverju liði í rannsóknum á skaðlegum afleiðingum vetrarveðráttunar á túngróðurinn. LÝSING RANNSÓKNA Til könnunar á skráðum upplýsingum um kal, var farið yfir eftirtalin rit: Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags, Árbók landbúnaðarins, Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands, Búnaðarrit, Frey, Skýrslur tilraunastöðvanna og Veðráttuna. Kom þá í ljós, að þessar heimildir gera einungis kleift að skipta árum þessarar aldar í þrennt, hvað kali viðkemur. í fyrsta lagi eru ár án kalskemmda; það eru ár, þar sem kals er hvergi getið. í öðru lagi eru lítil kalár, þ. e. ár með litlar kalskemmdir og þá oft staðbundnar. í þriðja lagi eru svo mikil kalár, ár þar sem getið er mikilla og algjörra kal- skemmda, annað hvort staðbundinna eða útbreiddra. Til athugunar á sveiflu í heyfeng á flatareiningu ræktaðs 32

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.