Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 61
vorurn þarna (3. 7., 1968), og hafði þó rignt tveimur dög-
um áður.
Á Fonti má greina sundur ferns konar gróðurlendi.
1. SKORPUGRÓÐUR (MOSASKORPA)
í þessu gróðurlendi ber mest á þéttum smávöxnum mosa,
sem myndar þétta skorpu, en í skorpunni eru flatar lamba-
grasþúftir (Silene acaulis), geldingahnappur (Armeria mar-
itima), kattartunga (Plantago maritima) og heimskautsfrce-
hyrna (Cerastium arcticum), og mynda þessar tegundir sums-
staðar samfelldan gróður eða þófa, af svipaðri hæð og þykkt
og mosinn. Á stöku stað er einnig mikið af grasvíði (Salix
herbacea) í þessu gróðurlendi og annarsstaðar blettir af
krækiberjalyngi (Empetrum). Kornsúra (Polygonum vivipar-
um) er og á stöku stað. Þetta gróðurlendi er helzt norðaust-
an megin, nálægt uppblástursrofinu. Það er áberandi hve
allar háplöntutegundirnar í þessu gróðurlendi eru breið-
blaða og þykkblaða, og mynda þétta þófa, af samanfléttuð-
um, gömlum og nýjum blöðum. T. d. eru blöð kattartung-
unnar allt að 0,7 sm á breidd, en sjaldan meira en 1—1,5 sm
á lengd. Mosinn í þessu gróðurlendi virðist vera mest Sch-
istidium apocarpum og Sch. maritimum, einnig nokkuð af
Drepanocladus uncinatus, Rhacomitrium canescens (grá-
mosi), og Ulota phyllantha.
2. GRASLENDI EÐA VALLLENDI
Hér eru grastegundir ríkjandi, og mynda þéttan þófakennd-
an gróður, svo að aðrar tegundir eiga þar erfitt uppdráttar.
Jafnvel mosinn víkur fyrir grasinu. Helzt eru það geldinga-
hnappur, kattartunga og kornsúra, sem á stöku stað tekst að
smeygja sér inn á milli. Grösin voru ekki blómguð þegar
við vorum þarna, og því erfitt að greina í þeiin tegundir,
en þó þóttumst við þekkja þar fjallasveifgras (Poa alpina)
5
65