Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 77
fræði, að halda því fram að svo verði að öðru jöfnu, þótt ég
verði á þessu stigi málsins að grípa til þess óvísindalega ráðs
að höfða til brjóstvitsins.
FÓÐRUN KÚA í GELDSTÖÐU
Nýlega birtist grein eftir ungan búvísindamann, Jón Viðar
Jónmundsson, í Búnaðarblaðinu (2. tbl., 1973) um fóðrun
hámjólka kúa.
Um þá grein er fátt annað en gott að segja, þótt frágangur
mynda hefði mátt vera betri ásamt nokkuð nánari útskýr-
ingum varðandi fóðrunina um burðinn, „bláþræðinum í
fóðrun hámjólka kúa“ eins og réttilega er fram tekið.
I greininni segir, að tilraunir norskra vísindamanna bendi
til þess að rétt sé að fóðra hámjólka kýr samkvæmt hinum
góðu gömlu reglum. Eftir því sem næst verður komizt við
lestur greinarinnar, telja þeir Norðmenn að kýrnar eigi, auk
gróffóðurs, að fá 3—4 kg af kjarnfóðri á dag síðasta hálfan
mánuð fyrir burð, eða alls um 8 FE á dag. Út af fyrir sig
þykir mér þetta ekki óskynsamleg fóðrun kúa sem komast
í 30 kg dagsnyt og jafnvel þótt um lægri nyt væri að ræða,
eins og heyverkun er nú almennt háttað. Fróðlegt væri í
þessu sambandi að gera könnun á því, hve margir bændur
á Islandi, sem eiga kýr sem mjólka yfir 25 kg á dag í hæstri
nyt, fóðra þær samkvæmt þessum „hefðbundna" hætti.
Þegar talað er um niðurstöður rannsókna, er aldrei of vel
fram tekið, hve breytileikinn getur verið mikill. Meðaltal-
inu er aldrei úthúðað nógsamlega.
Samkvæmt eigin reynslu af fóðrun kúa meðal bænda á
svæði R. N., grunar mig að þeir bændur heyri til undan-
tekninga, sem gefa eins mikið kjarnfóður í geldstöðu og hér
er um að ræða. Nú er mjög erfitt að kenna því um að bænd-
ur hafi ekki verið hvattir til að nota kjarnfóður. Má í því
sambandi nefna ýmsan áróður fyrir því á prenti allt frá ár-
inu 1887 (Hermann Jónasson, Búnaðarritið 1. h. 1. árg. 1887
og Ólafur Jónsson, Ársriti R. N., 1961).
6
81