Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 89
ar miklar og nýungarnar margar, sumar þarfar og góðar, en
það hefir líka óneitanlega fyrnzt yfir sumt af því gamla, sem
hefði verið full eigulegt að halda og sómt sér vel innan um
nýju dýrðina. Það eru ekki aðeins sumir gamlir siðir, þjóð-
siðir og gamalt búskaparlag, sem ég hef í huga, heldur er ég
sérstaklega að hugsa um sumt af andlega atgerfinu hjá for-
feðrum vorum, hinum elztu, um þróttinn, viljaþrekið,
sjálfsbjargarlöngunina, sjálfstraustið, sem þar blasir svo
að segja alls staðar við oss. Meðan þetta stóð í blóma fór
allt vel. Með sjálfstraustinu og sjálfsbjargarlönguninni fylg-
ir sjálfstæðisþráin og sjálfstæðið. F.n þegar þetta dvínar,
þegar vér í stað þess að treysta vorum eigin kröftum, förum
að skima í aðrar áttir eftir hjálp, byggja heill okkar og
framtíð á öðrum, þá er sjálfstæðinu hætta búin. Það þykir
ef til vill ekki prestleg kenning, en eg hika samt ekki við
að halda því fram, að nauðsynlegt sé að treysta á mátt sinn
og megin, innan hæfilegra takmarka, og það er fjarri því
að slíkt komi í bága við trú eða kristindóm. Hjálpaðu þér
sjálfur, þá hjálpar guð þér. Þessi orð ættu að standa gullnu
letri skráð yfir hverjum bæjardyrum á landi voru. Það
var af því að þjóðin missti traustið á sjálfri sér, að hún
varð undirlægja annarrar þjóðar. Og þegar skriðið var kom-
ið á, hrakaði þessu mjög, og svo var traustið á sjálfri sér
orðið, um eitt skeið, lítið hjá þjóð vorri, að landsins eigin
börnu báru það fram í fullri alvöru, að hin fyrstu sjálf-
stæðis- og menningarskilyrði, svo sem frjáls verzlun mættu
ekki veitast þjóðinni, af því það yrði henni til tjóns. F.g
hygg, að það, sem oss enn vantar einna tilfinnanlegast sé
einmitt sjálfstraust og sjálfsbjargarlöngun. Eg held, að þeir
undirstöðusteinar undir þjóðlífi voru og framförum séu of
veigalitlir, að það verði að hlúa betur að þeim, ef duga
skal. Hingað til hefir ekki verið nóg að þeim gjört, eg held
þvert á móti, að sumt sem kann að teljast gæði, hafi orðið
til að veikja þá. Eg hygg t. d., að hinn auðveldi aðgangur,
sem hér hefir oft verið að búða- og verzlunarlánum, hafi
ekki orðið til að efla sjálfsbjargarlöngunina og sjálfstraust-
ið, heldur líklegast til að draga úr því, og sama má eflaust
93