Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 92
hann lengra og lengra burtu, unz hann loksins náði landi og
festist þar við eitthvað, sem hélt. Nú var komin brú í land
og aumingja kongulónni var borgið. Það hefði ekki orðið
mikið úr henni þarna ef hún hefði sezt fyrir á prikendanum
og ekkert gert annað en horfa til lands og mæna eftir hjálp
frá öðrum.
Það verður heldur aldrei nema lítið úr okkur á meðan
við mænum í allar átti og byggjum mest upp á það, að
aðrir, þing og stjórn og landsstofnanir bjargi okkur til
lands. Nei, það er þetta, sem við þurfum að læra af kongu-
lónni; að spinna bjargráðin út úr okkur sjálfum, að spinna
þau út úr þolgæði okkar, sjálfstrausti, mannkostum, og svo
að spinna þau út úr gæðum lands vors og viturlegri hag-
nýtingu þeirra. En til þess að geta spunnið slíkt út úr
okkur, þurfum við fyrst að byrja á því að spinna ýmislegt
inn í okkur. Kongulóin spinnur bjargráð sín, veiðinetin
sín og brýrnar yfir torfærurnar, lækina, gilin, út úr kirtli,
forðabúri, sem hún ber á bakinu. Til þess að geta borið
traust til sjálfs sín og sótt bjargráðin þangað, til þess þarf
eitthvað annað að vera inni fyrir en fáfræði, sérvizka og
tortryggni, til þess þarf fyrst og fremst að vera þar inni
nokkur almenn þekking, drenglund, göfugur hugsunarhátt-
ur og réttlæti og sanngirni í annarra garð. Og þó að þekk-
ingin og þessi undirbúningur kosti nokkuð, þá megum vér
ekki í það horfa; ungu mennirnir verða að hafa það hug-
fast, að hér er verið að safna í forðabúr fyrir lífið, að með
náminu er verið að búa sig undir að verða maður, maður,
sem getur sem mest treyst á sjálfan sig og spunnið bjarg-
ráðin og brýrnar yfir torfærur lífsins út úr sjálfum sér . .. .“
J. Sigv.
96