Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 32
innihald heysins. Þá var eðlilega allgott samband á milli
steinefna í jarðvegi og heyi. Gróðurfarið hafði nokkuð afger-
andi áhrif á uppskerumagnið metið í fóðureiningum á hekt-
ara. Ef túnin eru flokkuð kemur eftirfarandi fram:
Fe/ha
Tún með ríkjandi vallarfoxgrasi................................. 3108
Tún með rikjandi vallarsveifgrasi............................... 2726
Tún með rikjandi hálingresi..................................... 2407
Tún með rikjandi snarrót........................................ 2102
Niðurstöður þessarar könnunar í N-Noregi minna að ýmsu
leyti á aðstæður hér hjá okkur. Túnin eru gömul og mikið úr
sér gengin gróðurfarslega. Aburðarmagn er svipað nema hvað
borið er á meira kalí og kölkun er algengari. Tún með vallar-
foxgrasi gefa orkuríkara og meira fóður en tún með ríkjandi
snarrót og língresi. Gróðurfar í túnum á þessu svæði er þó
nokkuð frábrugðið þvi sem gerist hér á Norðurlandi þegar á
heildina er litið. 1 Noregi er meira af língresi en minni snarrót
og varpasveifgras. Minnir gróðurfarið því líklega meira á
gróðurfar á Suðurlandi en Norðurlandi. Þá er ótrúlega mikið
af tvíkímblöðungum í túnum í Nordland, einkum skriðsóley,
brennisóley, túnsúru, túnfífli og njóla og eru þessar fimm
tegundir samtals um 17% af gróðrinum. Þá er það athyglis-
vert að illgresistegundirnar tvær, varpasveifgras og knjáliða-
gras, raða sér þannig að varpasveifgrasið er á þurrari túnum
en knjáliðagrasið. Er þetta e.t.v. skýringin á því hvers vegna
varpasveifgras kemur meira í tún á Norðurlandi en knjáliða-
gras í tún á Suður- og Vesturlandi?
Heimildin er eftirtalið fjölrit:
Nesheim L. 1985.
I.
II.
III.
IV.
A grasland survey in Nordland, North Norway.
Bodö November 1985.
Norsk sammendrag, 15p.
Climate, soils and grassland management, 94p.
Botanical composition and influencing factors, 80p.
Feed quality parmeters and yield, 77p.
34