Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Síða 37
ári til árs á öllum stöðvunum. Það kemur ekki á óvart, að
natríum er mest á Reykhólareitunum, þar sem Reykhóla-
skaginn og tilraunastöðin liggja við og fyrir opnum sjó á þrjá
vegu: frá norðaustri og austri, suðri og vestri. Meðaltalssam-
anburð á natríummagni grassýna frá tilraunastöðvunum, á
grundvelli umræddra gagna má lesa af töflu 3.
Tafla 3. Natríummagn í þurrefni grass á tilraunastöðvunum.
Meðaltöl fyrir tímabilið 1959-1976.
Tilraunastöðvar Natríum, % Hlutföll
Akureyri.................................. 0,14 47
Sámsstaðir................................ 0,16 53
Reykhólar................................. 0,30 100
Skriðuklaustur............................ 0,14 47
Þar sem um ræðir mismunandi jarðveg og gróður og mis-
munandi sýnafjölda frá tilraunastöðvunum fjórum, verður
samanburður milli stöðvanna óviss, en stærðargráður vænt-
anlega marktækar.
Fjöldi sýnaúrtaka sem valin voru frá tilraunastöðvunum er
sem hér segir:
Frá Reykhólum alls 156 sýnaúrtök er dreifast á 13 ár.
Frá Akureyri alls 284 sýnaúrtök er dreifast á 13 ár.
Frá Sámsstöðum alls 308 sýnaúrtök er dreifast á 11 ár.
Frá Skriðuklaustri alls 292 sýnaúrtök er dreifast á 13 ár.
Þegar ég hafði dregið upp línuritið, fór ég í smiðju til
Veðurstofunnar í leit að skýringu á hinu breytilega natríum-
innihaldi grass frá ári til árs. Hafði ég fyrst tal af Páli Berg-
þórssyni, veðurfræðingi. Hann varpaði fram þeirri tilgátu, að
skýringarinnar myndi helst að leita í miklu natríuminnihaldi,
sem endrum og eins bærist á land í stórviðrum er stæðu
einkum af Grænlandi. Þannig gæti natríummagn jarðvegsins
39